Baugur og ESB-deild Sjálfstæðisflokks

Jón Ásgeir Baugsstjóri hefur gefist upp á Samfylkingunni og veðjar á ESB-deild Sjálfstæðisflokksins. Nýi ritstjórinn er aðildarsinni eins og Þorsteinn Pálsson fyrrum ráðherra en hann var til skamms tíma ritstjóri hjá Baugstíðindum.

ESB deild Sjálfstæðisflokksins er minnihlutahópur með tvo þingmenn, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Föllnu auðmennirnir og ESB-deildin eiga þrennt sameiginlegt; útrásar-bull, kúlulána-ergelsi og Evrópu-firru.


mbl.is Ólafur Þ. Stephensen nýr ritstjóri Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Vel að orði komist Páll.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.2.2010 kl. 10:17

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er sannleikur í þessu hjá þér ? held það svei mér þá

Jón Snæbjörnsson, 24.2.2010 kl. 10:33

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góður pistill - hverju orði sannara !!

Sigurður Sigurðsson, 24.2.2010 kl. 10:37

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki ætla ég að blanda mér í ritstjóraskiptin hjá Fréttablaðinu, en lýsa yfir gleði minni yfir því að búið sé að stofna félag Evrópusinna hægra megin á stjórnmálavængnum.

Það eru alveg örugglega mun fleiri þingmenn hjá Íhaldinu sem eru fylgjandi aðild eins og formaður flokksins sem talaði upphátt með aðild, meðan hann var enn óbreyttur þingmaður.

Fylgjendum aðildar á eftir að fjölga jafnt og þétt, nú þegar viðræður eru að hefjast. Þá mun smám saman koma í ljós hverjir raunverulegir kostir eru í stöðunni og þá fyrst getur fólk farið að mynda sé marktækar skoðanir á málinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2010 kl. 11:50

5 identicon

Að gefast upp mér sýnist að Samfylkingin hafi skilað sínu. Aðildarviðræður eru komnar í gang.

Ef þetta er ástæðan fyrir ritstjóra skiptunum þá er hún vel skiljanleg. Vonlaus að hafa prest sem nær bara að predika til kórsins, segir sig sjálft.

Já kúlusukk og útrásar dótið var allt á grundvelli þess að Ísland var svo meiriháttar og frábært og svo miklu betri en allir hinir. Forsetinn sagði þetta vera í genunum, hann er líka andstæðingur ESB. 

Hrokinn og þjóðremban hefur verið eina mest meðal andstæðinga ESB. Ég segi ÞJÓÐ MEÐAL ÞJÓÐA, ekki að kutrast ein útí ballarhafi.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:27

6 Smámynd: Kristján B. Jónasson

Það eru einmitt þetta næmi á blæbrigði og athyglisverðan skoðanamun sem veldur því að maður fær aldrei nóg af þessari hárfínu rýni í flóknar aðstæður.

Kristján B. Jónasson, 24.2.2010 kl. 12:40

7 Smámynd: Elle_

Já, ég held þetta sé satt, því miður.

Elle_, 24.2.2010 kl. 12:44

8 identicon

Þessir útrásarguttar skulu ekki halda að það verði eitthvað auðvelt fyrir þá að starfa undir ESB-reglugerðarfarganinu.

Einar Þröstur Víðisson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:46

9 Smámynd: Elle_

Fylgjendum aðildar á eftir að fjölga jafnt og þétt, nú þegar viðræður eru að hefjast. Þá mun smám saman koma í ljós hverjir raunverulegir kostir eru í stöðunni og þá fyrst getur fólk farið að mynda sé marktækar skoðanir á málinu.

Nei, fylgjendum mun fækka.

Hrokinn og þjóðremban hefur verið eina mest meðal andstæðinga ESB. Ég segi ÞJÓÐ MEÐAL ÞJÓÐA, ekki að kutrast ein útí ballarhafi.

Að vilja halda landinu og ríkinu sjálfstæðu og utan einangrunar-Evrópuríkisins og gangast undir höft, lög og vald þess, kemur akkúrat EKKERT neinum hroka og þjóðrembu við.  Þjóð meðal þjóða, segirðu, fyrirgefðu bara, en 92% heimsins stendur utan Evrópuríkisins.  

Elle_, 24.2.2010 kl. 12:50

10 identicon

Þú ert snillingur.

Ég verð bara að hæla þér fyrir þessu miklu vísindi. Besta að reynda að draga hinn almenna evrópusinna inn í stuðning við kúlulánaþega og útrásar kjaftæði. Svona rugl eru líka helstu rökin sem andstæðingar ESB koma alltaf með. Best að tala nógu mikin skít, það er ísland í dag...

Ragnar Bjarni (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 12:52

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki þarf mikið til að menn fari af hjörunum. Nýr ritstjóri geisp.zzzz

Finnur Bárðarson, 24.2.2010 kl. 14:21

12 Smámynd: Einar Solheim

Pall, thu titlar thig bladamann enn hvenær starfadir thu sidast vid bladamennsku? Eg trui ekki ad thu hafir nokkurn timan verid latinn matreida frettir ofan i einn eda neinn, nema ef vera skyldi ad thyda frettir af fræga folkinu.. Eg myndi amk ekki treysta ther fyrir Sed og heyrt, thannig ad einu atvinnumøgleikar thinir eru væntanlega hja dabba a mogganum.

Otrulega omalefnalegur thannig ad eg svara bara i sømu mynnt.

Einar Solheim, 24.2.2010 kl. 14:35

13 identicon

Það er eini fjölmiðillinn sem hægt er að treysta þ.e. Morgunblaðið og mbl.is. Jú kannski ríkisútvarpinu svona þar á eftir. Svo Páll vertu stoltur af því að Einari finnist þú eiga sjens þar :)

blaðamaður (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 14:40

14 identicon

Málið snýst um meiri hagsmuni vs. minni.  Eðlilega verða meiri hagsmunir ofaná.  Ekkert bendir ennþá til að það er að ganga í ESB.  Að Jón Ásgeir og Samfylkingarmafían leggur áherslu á það, þá er það á kristal tæru að við eigum minna en ekkert erindi. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 15:03

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nákvæmlega; meiri hagsmuni fyrir minni. Þetta kjaftæði gekk ljósum logum í samfélaginu þegar stóriðjunauðgunin byrjaði á Íslandi og heimskan var lögfest.

Ég er búinn að bóka heimsókn til mellu í Hafnarfirði. Ég er ekki gamall hórkarl þót einhverjum kynni að detta það í hug. Ég ætla bara að skjótast til hennar til að ræða málin "og sjá hvað er í boði!"

Og svo veit ég um ríka og fráskilda kerlingu sem á útgerð með djöfuldóm af kvóta ásamt lystisnekkju í Karabíska, banka í Sviss, knattspyrnufélag á Ítalíu og glæsihallir út um allan heim. Hún er vitlaus í mér og alltaf að senda mér SMS bónorð. Ég á yndislega konu sem mér þykir vænt um en auðvitað verð ég að leggja kalt mat á dæmið. Er ég ekki að fórna "minni hagsmunum fyrir meiri" ef ég gleymi ríku kerlingunni?

Ég er alveg ráðvilltur. Hvað leggið þið til?

Árni Gunnarsson, 24.2.2010 kl. 16:47

16 identicon

Það er ekki ásættanlegt að eyða milljarði í aðildar-VIÐRÆÐUR, (ekki umsókn,  fólk má ekki rugla því saman),

þegar á sama tíma er ekkert gert til bjargar heimilunum í landinu né fyrirtækjunum. Það er mikil skömm af aðgerðarleysi ríksstjórnar Jóhönnu, sem þetta gerir á kostnað heimilanna í landinu.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:01

17 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Gott framtak að stofna ný hægri samtök sem hafa áhuga á ESB.  Ég fagna einnig nýjum ritstjóra á Fréttablaðinu.

Eyjólfur Sturlaugsson, 24.2.2010 kl. 19:54

18 identicon

Það var hálf einkennilegt að hlusta og horfa á flokksystkinin í Kastljósinu í kvöld,þaug Benedikt Jóhannesson(af Engeyjar ættinni.)og Unni Brá Konráðsdóttur.Bullið sem Benedikt var að leggja fram,var með eindæmum,hann sagði að þetta væri fínt og nú værum við öll á sama báti.Hvaða báti var hann að tala um!Hann er með svona Ingibjargar Sólrúnar takta og heldur að hann geti talað fyrir munn þjóðarinnar.

Númi (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 23:00

19 identicon

Kæru landsmenn. 

Bónus býður 25% afslátt af vaselíni vegna væntanlegrar ESB aðildar Íslands. 

jón Á. J. (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband