Mánudagur, 22. febrúar 2010
Steingrímur J. gróf sér gröf
Í Sjónvarpsfréttum í kvöld talaði Steingrímur J. eins og blaðafulltrúi stjórnarandstöðunnar. Tilboðið sem Bretar og Hollendingar sendu okkur var mun betra en samningur Svavars G. og Steingríms J. Fjármálaráðherra er margbúinn að segja að ekki væri hægt að fá betri samning.
Þegar það liggur fyrir að hægt er að fá betri samning verður fjármálaráðherra eins og hver önnur markleysa. Þegar sterkast maður ríkisstjórnarinnar er hundur í bandi stjórnarandstöðunnar ætti sérhverjum að vera ljóst að stjórn Jóhönnu er heiladauð þótt nema megi daufan hjartslátt.
Steingrímur J. og ríkisstjórnin grófu sér gröf drýldnum yfirlýsingum og pólitísku ofbeldi í viðkvæmum málum sem þurfa samstöðu, ESB og Icesave.
Tilboðið ekki ásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við ættum kannski að bíða fram til haustsins og vænta enn betri niðurstöðu en nú er komin upp.
Einnig eigum við að huga að skaðabótakröfu okkar Íslendinga, á hendur UK, Gordon brán og hans hyski . Mér skilst að breskir dómstólar taki ekki vægt á mönnum er brjóta á mannorði manna eða landa, sbr dómi yfir HHG.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:36
Sammála þér um þetta mál. Ég kaus þessa ríkisstjórn sl. vor en verð nú að segja að hún hefur klúðrað flestum málum. Nokkur dæmi eru icesave, skjaldborg heimilanna, endurreisn bankanna og atvinnulífsins, uppgjör við hrunverja o.fl. Mér sýnist allt benda til að stefnan sé að koma öllu í sama far og það var fyrir hrun. Afskrifa skuldir óreiðumanna og fyrirtækja sem þeir settu á hausinn og fá þeim svo fyrirtækin á silfurfati skuldlaus. Almenningur má svo éta það sem úti frýs og borga brúsann. Þetta er vinstri stjórnin okkar.
HF (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:52
Páll.
Því miður er margt fólk svikið af gjörðum pólitíkusa, hvort sem það eru ,,vinstri" eða öfga hægri !
Það hefur engin staðið við neitt, nema að passa rassgatið á sjálfum sér !
Ef það er ekki mennta hroki , er það pólitískur hroki !
All er þetta í boði í dag, og þú tekur þátt í því eins og allir þínir líkir !
JR (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 22:34
Steingrímur er "Persona non grata".
http://www.answers.com/topic/persona-non-grata
Sennilega versta atkvæðasóun allra tíma.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 23:04
http://www.answers.com/topic/persona-non-grata
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 23:05
Í bandi stjórnarandstöðunnar - er ekki allt í standi hjá þér - loksins þegar þetta lið í meirihlutanum hlustar á rödd þjóðarinnar eða að minnsta kosti stjórnarandstöðunnar lætur þú svona þvætting út úr þér
það er stjórnarandstaðan og Indefense hópurinn sem hafa náð fra þeim árangri að stjórnin keyrði þjóðina ekki í gjaldþrot í leynimakkssamningnum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.2.2010 kl. 23:50
Hér er auglýsing Icesave sem var ekki byrt. Þar segist meðal annars að Icesave vann tilnefningar sem besta sparireikningabanki í Bretlandi. Græðgin svo mikil hjá viðskiptavinum Icesave. If it sounds to good to be true then it probably is!! Svo vilja bretar fulla endurgreiðslu svo að folk getið haldið að það er allt i lagi að taka áhættur þvi þú færð peningana aftur!
http://www.youtube.com/watch?v=quIIAnxQDc0
Sævar Guðbjörnsson, 23.2.2010 kl. 01:01
"Fjármálaráðherra er margbúinn að segja að ekki væri hægt að fá betri samning." Ótrúlegt að íslenskir fjölmiðlar skuli ekki taka upp þennan punkt í viðræðum við SteinFREÐ fjármálaráðherra sem er svo sannarlega búinn að skíta endarlaust upp á bak í þessu ömurlega IceSLAVE máli.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:22
Steingrímur er rúinn trausti.
Hann á einungis stuðning innan öfgaarmsins í VG.
Þjóðin kærir sig ekki um framtíðarsýn Steingríms, sósíalísk höft, boð og bönn og opinbera stýringu á öllum hlutum.
Hann ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér.
Karl (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 10:57
Loksins stígur á sviðið heiðarlegur og alvöru stjórnmálamaður fólksins, hann gerir mistök og það á að afhöggva hann af skrílnum, mér finnst að þið eigið að segja af ykkur!
Gísli A. Guðm (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 13:14
Steingrímur hefur ekki enn lært að hemja sig í yfirlýsingum frá því hann var í stjórnarandstöðu.Stundum heldur maður að hann sé það enn.
Páll Eyþór Jóhannsson, 23.2.2010 kl. 14:21
Minnstu ekki á það - framganga Steingríms hefur valdið tómum vonbrigðum. Aldrei átti ég von á að hann myndi berjast fyrir Icesave, og það svo hatrammlega - eða knýja flokksmenn sína til að samþykkja aðildaumræður að evrópusambandinu
Eva Sól (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 14:52
Loksins stígur á sviðið heiðarlegur og alvöru stjórnmálamaður fólksins, hann gerir mistök og það á að afhöggva hann af skrílnum, mér finnst að þið eigið að segja af ykkur!
Já, akkúrat það sem ég líka HÉLT um Steingrím - fyrir síðustu kosningar. Nei, Steingrímur á að víkja og það strax. Og allt hitt Icesve-liðið með honum.
Elle_, 25.2.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.