Mánudagur, 22. febrúar 2010
Alþingi verði vettvangur sátta
Yrði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin tilbaka með þingsályktun á alþingi væri rétt fram sáttarhönd. Meirihluti alþingis, ríkisstjórnarmeirihlutinn, hljóp á sig þegar hrapað var að samþykkt tillögunnar 16. júlí um að sækja um inngöngu ESB.
Þjóðin er staðföst í andstöðu sinni gegn inngöngu. Stjórnarmeirihlutinn getur ekki látið eins og umsóknin sé í þágu íslensku þjóðarinnar.
Enginn stór skaði er skeður og því ætti alþingi að samþykkja þingsályktun sem mælir fyrir að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið skuli dregin tilbaka.
Væri ráð að draga umsókn til baka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála
ala (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 17:58
Heyr! Evrópusambandssinnar hljóta að sjá að það er hvorki þeim né öðrum í hag að halda þessari umsókn til streitu. Andstaða við inngöngu í Evrópusambandið vex stöðugt og allt bendir til þess að farið málið svo langt að kosið verði um það verði inngöngu hafnað. Þá verður hún ekki á dagskrá a.m.k. næstu 15 árin sé litið til Noregs. Út af fyrir sig væri það fínt en kostnaðurinn við umsóknina m.a. í formi mikils fjármagns, tíma og álags á stjórnsýsluna er hins vegar engan veginn ásættanlegur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2010 kl. 18:52
Samfylking keyrir á voninni ekki vitinu.
Helga Kristjánsdóttir, 22.2.2010 kl. 20:39
Vg hlýtur að vera farið að spyrja sig hvað þeim gekk eiginlega til með að láta kúga sig til þessa óþurftaverks. Milljarð og meira má nýta til þarfari verka.
Ragnhildur Kolka, 22.2.2010 kl. 20:53
Ekki má gleyma þeim ógnartíma sem stjórsýslan, ásamt fjölda starfsmanna ýmissa samtaka og fyrirtækja, eyðir þessa dagana í að fara yfir hundruðir, ef ekki þúsundir reglugerða og tilskipana Evrópusambandsins. Það er hluti af sk. "screening" hluta aðlögunarferlisins, sem gengur út á að bera saman löggjöf Íslands og ESB. Ekki aðeins kostar þetta stórfé, heldur er atvinnulíf landsmanna látið reka á reiðanum á meðan þetta hjartans mál Samfylkingarinnar einnar er látið hafa allan forgang.
Áhugasamir, ef einhverjir eru, geta skoðað afurðir pappírsmyllunnar miklu á eftirfarandi vefslóð: http://eur-lex.europa.eu/en/index.htm
BB (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:13
Með þjösnaskap og heimsku hefur samfylkingunni tekist að gefa ESB þá ímynd meðal mesta hluta þjóðarinnar að um einhverskonar svartadauða fyrir þjóðfélagið er um að ræða ef að inngöngu yrði. Andstæðingar hennar hafa ekki mikið þurft að hafa fyrir því að predika gegn glapræðinu. Samfylkingunni ber að þakka vel unnin störf við að bólusetja þjóðina gegn óværunni sem og eldsneytið fyrir Icesave andófið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.