Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Hrunfræði Háskóla Íslands
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands hleypti af stokkunum haustið 2006 rannsóknaverkefninu Útrás íslenskra fyrirtækja 1998-2007.
Margt bendir til þess að árangur íslensku útrásarfyrirtækjanna sé einstakur og til eru ýmsar kenningar um hvað hefur gert þennan árangur mögulegan. En er hægt að staðfesta að svo sé og draga lærdóm af íslensku útrásinni sem er gagnlegur fyrir stjórnendur, ráðgjafa, fræðimenn og aðra? Viðskiptafræðistofnun hefur nú sett af stað metnaðarfullt rannsóknarverkefni til að finna svör við þessari spurningu og ýmsum öðrum.
Ofanritað er fengið úr fréttatilkynningu 18. október 2006 þar sem verkefnið er kynnt. Sannfæringin fyrir útrásinni svífur yfir vötnum og ætlunin er útmála snilli íslensku kaupsýslumannanna.
Hrunfræði Háskóla Íslands er væntanlega næsta verkefni og yrði það um glópsku fræðimanna, einkum þeirra sem kenna í viðskipta- og hagfræðideild.
Athugasemdir
Svo var það Landsbankinn sjálfur sem fjármagnaði rannsóknina sem lítið hefur frést af, en þótti að sögn mjög öfundsvert verkefni innan HI á sínum tíma.
Andrés (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 19:01
Gott innlegg Páll - Háskólinn gékk að hluta af göflunum með útrásinni og verkefni Snjólfs og málflutningur offorsi líkastur. Virkaði yfirdrifið á þeim tíma fyrir þá sem þurftu að hlusta á niðurstöðurnar og mastersverkefni sem nemendur gerðu undir hans verkstjórn. Endurómur forsetans og snarræði, erfðir, vertíðaruppeldi og svo framvegis.
Lúðvík Börkur Jónsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.