Auðmannaafætur

Útrásarauðmenn eru afætur samfélagsins. Auður þeirra var fenginn með lygi og blekkingum. Þeir stálu sparifé fólks, sólunduðu fé lífeyrissjóða, gjaldfelldu orðspor þjóðarinnar og skiluðu engum varanlegum verðmætum. Auðmennirnir brutu lög og grófu undan almennu siðferði. 

Þrátt fyrir fjármálahryðjuverk auðmanna ganga þeir lausir og eru taldir góðir pappírar. Einkum og sérílagi er Arion banka umhugað að halda lífinu í mestu útrásarsubbunum.

Frjálshyggjufélagið kemur með ályktun sem biður auðmönnum vægðar án þess að færa rök fyrir tilgangi illa gerðu íslensku auðmannanna. Fundur frjálshyggjumanna var haldinn á krá. Hversu drukknir voru menn orðnir þegar ályktunin var skrifuð og samþykkt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Góð spurning...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.2.2010 kl. 12:25

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það þarf að stórauka ábyrgð stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Og hætta þessum pilsfaldakapítalisma sem gengur út á það að Þessir fjármálahryðjuverkamenn hreinsa allar eignir út úr fyrirtækjunum en almenningur fær reikninginn fyrir skuldunum.

Hreinn Sigurðsson, 21.2.2010 kl. 13:47

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sannarlega satt! Afætur voru þeir. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.2.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

..... og svo sárnar þeim að vera líkt við nazista.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.2.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband