Samfylkingin fyrirlítur þjóðina

Einsdálksfrétt á blaðsíðu 20 í Morgunblaðinu í dag segir stóra sögu um botnlausa fyrirlitningu Samfylkingarinnar á íslenskri þjóð. Í fréttinni er borið undir utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, hvort ekki sé ástæða til að endurskoða ákvörðun um að senda umsókn til Brussel um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Tilefnið er ný könnun Viðskiptaráðs sem segir 60 prósent forsvarsmanna fyrirtækja á móti inngöngu í ESB. Áður hafa kannanir sýnt þráfaldlega að almenningur er afgerandi á móti inngöngu, 60 prósent og þar yfir.

Þetta er svar Össurar: ,,Alþingi hefur tekið sína ákvörðun og [framkvæmdavaldinu] ber skylda til að framfylgja henni." Össur veit mætavel að ákvörðun alþingis var fengin með því að Samfylkingin svínbeygði Vinstri græna til að ganga þvert á gefin kosningaloforð um að halda Íslandi utan ESB.

Samfylkingin er elítuflokkur úr öllum tengslum við íslenskt þjóðlíf. Þversögn er að flokkurinn þiggur á annað hundrað milljónir króna árlega af skattfé almennings og notar peningana til að vinna gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar.

Þjóðin er farin að sjá í gegnum Samfylkinguna sem fékk 29 prósent atkvæða við síðustu kosningar. Fylgismælingar undanfarið setja Samfylkinguna í þriðja sæti, á eftir Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Samfylkingin fyrirlítur þjóðina "

Ég fyrirlít svona endemisbull. Veit ekki um neinn Íslending sem fyrirlítur þjóð sína. Veit þó um nokkra sem þjóðin ætti að fyrirlíta og gerir án nokkurs vafa.

Björn Birgisson, 20.2.2010 kl. 18:05

2 identicon

AE ae ae hvad thú ert í djúpri holu.

. (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 18:54

3 identicon

Rétt hjá þér félagi: "Samspilling er svo sannarlega elítuflokkur úr öllum tengslum við íslenskt þjóðlíf - í raun bara RuslFlokkur...!"

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 19:21

4 identicon

Tjaaa.... Samfylkingin gengur augljóslega út frá því að fólk er fífl.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.2.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband