Laugardagur, 20. febrúar 2010
Washington, Reykjavík og Aþena
Fjármálaöngþveitið og efnahagskreppan í kjölfarið heitir á íslensku hrunið og afhjúpaði kerfislæga veikleika og dágóðan slatta af heimsku, hégóma, græðgi og glæpaeðli sumra Íslendinga. En það er ekki svo að Ísland sé eitt í heimi um vanmáttugt stjórnkerfi og lélega mönnun.
,,Why Washington is Frozen," er forsíða nýjustu útgáfu Time. Tímaritið Economist er með ,,What's Gone Wrong in Washington?" og sýnir Abe Lincoln áhyggjufullan á svip. Leiðari Time heitir ,,Our Broken Government." Kreppan beinir sjónum að grundvallarveilum í stjórnkerfinu, þótt sumir kenni fremur forsetanum um en kerfinu.
Grísk stjórnmál eru líka vegin og léttvæg fundin vegna landlægrar spillingar og frændsemishyggju. Grikkir eru tíu milljónir. Íslensku kjánaprikin sem halda því fram að við getum ekki komið okkur upp almennilegri stjórnsýslu vegna fámennis verða að færa önnur rök fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Vandræði austan hafs og vestan breyta ekki viðfangsefni okkar sem er að endurreisa íslenskt þjóðlíf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.