Mánudagur, 15. janúar 2007
Framsókn vill mýkja Samfylkinguna
Framsóknarmönnum þykja það vond tíðindi að trúnaðarmenn Samfylkingarinnar eigi samtöl við áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum um mögulega ríkisstjórnarmyndun að loknum kosningum í vor. Tilvera Framsóknarflokksins byggist á því að vera ýmist valkostur til vinstri eða hægri.
Framsóknarmennirnir Steingrímur Sævar og Pétur Gunnarsson blogga um samdráttinn og borgarfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson er þegar kominn með varnaráætlun sem felst í því að daðra meira við Evrópusambandið til að ná athygli Samfylkingarinnar.
Ungu framsóknarmennirnir gleyma á hinn bóginn að fæstum þykir smekklegt að gera umræðu um inngöngu í Evrópusambandið að pólitískum hrossakaupum. Sölumennska af þessu tagi vinnur gegn tilgangi sínum. Prangið er of augljóst.
Athugasemdir
Hef alltaf haldið að framsóknarmennska væri sama og prang.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.