Framsókn vill mýkja Samfylkinguna

Framsóknarmönnum þykja það vond tíðindi að trúnaðarmenn Samfylkingarinnar eigi samtöl við áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum um mögulega ríkisstjórnarmyndun að loknum kosningum í vor. Tilvera Framsóknarflokksins byggist á því að vera ýmist valkostur til vinstri eða hægri.

Framsóknarmennirnir Steingrímur Sævar og Pétur Gunnarsson blogga um samdráttinn og borgarfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson er þegar kominn með varnaráætlun sem felst í því að daðra meira við Evrópusambandið til að ná athygli Samfylkingarinnar.

Ungu framsóknarmennirnir gleyma á hinn bóginn að fæstum þykir smekklegt að gera umræðu um inngöngu í Evrópusambandið að pólitískum hrossakaupum. Sölumennska af þessu tagi vinnur gegn tilgangi sínum. Prangið er of augljóst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hef alltaf haldið að framsóknarmennska væri sama og prang.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.1.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband