Föstudagur, 19. febrúar 2010
Brussel sýnir Samfylkingunni gula spjaldið
Skilaboð Wallis varaforseta Evrópuþingsins um vandaða þjóðfélagsumræðu áður en sótt er um verða ekki skilin öðruvísi en aðvörun til Samfylkingarinnar um að flokkurinn hafi rasað um ráð fram þegar umsókn var send til Brussel án stuðnings þjóðarinnar.
Evrópusambandi hefur engan áhuga á málamyndaumsókn frá ríki sem ekki hefur sannfæringu fyrir inngöngu. Íslendingar upp til hópa vilja ekki inngöngu enda hverjum manni ljóst sem ekki er samfylkingarmaður eða illa gerður (fer þó oft saman) að Evrópusambandið er félagsskapur sem ekki hentar okkur.
Samfylkingin er að brotna enda sést skelfingarblandin örvænting á svip fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar sem sat fund Wallis.
Tækifæri til að móta stefnu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá skal fremja mitt flottasta fagn, byrjuð að æfa.
Helga Kristjánsdóttir, 19.2.2010 kl. 02:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.