Evran er óholl öllum nema ÞýskFrakklandi

Írar og Grikkir væru betur í stakk búnir að takast á við kreppuna án evru. Bretar láta sér ekki til hugar koma að taka upp evru. Að stofni til er evran pólitískt verkfæri fyrir samrunaferli Evrópu. Evran sem hagstjórnartæki gagnast þeim tveim ríkjum sem mestu ráða í ESB, þ.e. Þýskalandi og Frakklandi.

Gengisstöðugleiki sem fæst með evru verður að óstöðugleika annars staðar í efnahagskerfinu.

Íslenskt atvinnulíf er óðum að skilja að ESB-evru redding Samfylkingar er svartagaldurspólitík.


mbl.is Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir sem vilja sjá og heyra eru löngu búnir að sjá að ESB Yfirríkjakeisarinn gengur um algerlega klæaðalaus og það í kulda og trekki.

Allir sjá þetta nema ESB- úrtöluliðið sem enn dásamar keisarann og rotnandi siðspillt keisarveldi hans.

Þetta lið er nú reyndar með allt niðrum sig og þeirra háheilagi Stóri- Sannleikur og allt það trúboð verður brátt endanlega afhhjúpað og hafnað af þjóðinni sjálfri !   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 14:35

2 identicon

Sæll Páll.

Ég lofaði þér að bögga þig ekki meira eftir að ég reyndi á heiðarlegan hátt að fá þig til að færa rök fyrir sleggjudómum þínum í grein þinni um ESB- sagnfræðinginn.

Þessi skrif hér að ofan þjóna ekki þeim tilgangi að veita upplýsingar um kosti og galla Evrunar. Þú ert greinilega í heilögu stríði eins og þú sjálfur nefndir í andsvari þínu við fyrirspurnir mínar við ESB-sagnfræðinginn. 

Það er gott að hafa hugsjónir en getur verið að neðangreind staðreynd um fjármál vinar míns á spáni hafi eitthvað að segja um það hvort við íslendingar ættum að reyna að ræða þessa hluti fordómalaust og kannski út frá sjónarhorni neytendana í þessu blessaða landi okkar.

Spænskur vinur minn Victor Saez keypti sér hús fyrir þremur árum síðan. Mánaðarlegar greiðslur í afborganir voru 1000 Evrur á mánuði en húsið kostaði 300.000 evrur. Við lækkun stýrivaxta Evrópska seðlabankans hafa afborganir af þessu húsi lækkað niður í 835 evrur á mánuði. Verðbólga á spáni hefur verið um  0% síðan haustið 2008. Laun hans eru hin sömu og áður þannig að kaupmáttur hans hefur aukist sem og annara spánverja sem haldið hafa vinnu og sömu launum. Reyndar hafa skattar hækkað á spáni til að halda atvinnuleysissjóðnum gangandi og auðvita þarf Victor að greiða hærri skatta en árið 2008.

Eigum við að gera raunverulegan samburð við íslenskt launafólk og hvað það hefur þurft að glíma við á undarförnum 23 mánuðum?

 Hlutirnir á þessari jarðkringlu sem við búum í eru ekki alltaf eins svarthvítir og þú lætur í veðri vaka. Taktu þér nú tak.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 15:47

3 identicon

 Fyrirgefðu Páll.

Ég gleymdi að koma því að höfuðstóll lánsins hjá honum Victori hefur heldur ekkert hækkað.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 15:49

4 identicon

Við athugasemd Harðar Hinriks má bæta hversu mikið nauðsynjavörur hafa hækkað í verði í ESB.

Svarið er ekki neitt.

Til samanburðar má benda á að sömu vörur hafa hækkað um a.m.k. 40% hérna.

Að vera á móti ESB aðild meikar bara sens ef maður er ekki neytandi, ekki skuldari og ekki launamanneskja.  Páll, þú hlýtur að tilheyra öllum hópunum.

Gunnar G (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 16:13

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef Viktor vinur Harðar Hinriks er undir 35 ára aldri eru helmingslíkur að hann sé atvinnulaus. Á Írlandi, Spáni, Grikklandi og Lettlandi stendur yfir stórfelld innri gengisfelling launa samhliða niðurskurði á velferðarþjónustu og hækkun á þeirri þjónustu sem enn stendur til boða.

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2010 kl. 16:28

6 identicon

 Eins skelfilegt og atvinnuleysi er, má segja að atvinnuleysi OG stórhækkun á útgjöldum er verra, eða hvað ?

Ímyndaðu þér að í ársbyrjun 2008 hafðirðu 300.000 í mánaðarlaun.  Þú borgaðir 70.000 af íbúðinni þinni á mánuði og eyddir ca. 50.000 í mat. 120.000 kostnaður í mat og húsnæði á mánuði.  Núna, í febrúar 2010, værirðu ennþá með 300.000 í laun (ef þú héldir vinnunni), en íbúðin kostaði ca. 130.000 og matarkaupin væru komin í 80.000 fyrir sömu körfuna. 210.000 í mat og húsnæði.  Hvað ætli 300.000 séu eftir skatt ?

Bættu nú við dæmið hér að ofan að þú verðið atvinnulaus, og færð 120.000 / mán í bætur.  Hvort heldurðu að sé líklegra dæmi að þú getir borgað af: 120.000/mán eða 210.000/mán ????????

Það eru miklu fleiri hliðar á teningnum en atvinnuleysi.  Tékkaðu á hvaða aldurshópar hafa farið verst út úr uppsögnum hér á landi.  Það eru líka veik rök að bera mögulega ESB aðild íslendinga saman við ESB lönd sem hafa haft landlægt atvinnuleysi frá því löngu áður en þau gengu í ESB.  Af hverju berið þið okkur ekki saman við Dani eða Svía?  Þeirra gengi er fasttengt Evru!  Þeir eru líka staddir töluvert nær okkur.

Verð svo að vitna í Hörð Hinrik: "[...]  Hlutirnir á þessari jarðkringlu sem við búum [á] eru ekki alltaf eins svarthvítir og þú lætur í veðri vaka. Taktu þér nú tak. "

Gunnar G (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 16:45

7 identicon

Victor er 35 ára gamall og hefur atvinnu.

Það er ca. 27% atvinnuleysi hjá fólki undir þrítugt á spáni. Heildaratvinnuleysið þar er 19% sem er langtum minna en á árunum 1950 - 1985 en þá var atvinnuleysið á spáni frá 28% - 39%. Þetta atvinnuleysi hefur verið landlægt á spáni (sérlega í Andaúsíu) en batnaði mikið við inngöngu í evrópubandalagið á sínum tíma.

Haustið 2008 hrundi byggingariðnaðurinn á Spáni en þá voru fleiri byggingarkranar þar, en samtals í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Ég ætla ekki að gera lítið úr vandræðum Spánverja en þar sem ég vinn þar 4 mánuði á ári þá veit ég það að spánverjar kenna ekki sjálfir ESB um stöðu mála. Auðvita væru þeir til í að hafa evruna veikari en er það ekki bara að gerast sjálfkrafa núna?

Er ekki betra að það eigi sér stað innri gengisfelling þannig að almenningur fái raunverulega tilfinningu fyrir hlutunum og stöðu mála en að standa í þessum skrípaleik sem fylgir krónunni. 

Grikkir þurfa að skera niður laun hins opinbera um 7 - 8% til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Evruaðildinni. Íslenskir launþegar (vegna krónunar) hafa þurft að taka á sig miklu stærri kjaftshögg á liðnum 23 mánuðum.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 16:47

8 identicon

Þetta landlæga atvinnuleysi á Spáni og mörgum öðrum evrópuríkjum hefur með skipulag vinnumarkaðar að gera frekar en gjaldmiðlinum. Réttindi verkamanna eru það sterk að það er mjög dýrt að ráða og reka fólk. Réttindi þessara ungu og atvinnulausu eru aftur móti lítil. Spánverjar munu því miklu frekar kenna verkalýðshreyfingunni um atvinnuleysið frekar en ESB. En mikið hefur verið horft til "flexicurity" á norðulöndunum í umræðuni á Spáni, sem gott fyrirkomulag.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 17:02

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Margt áhugavert er sagt hér. Vandinn við að meta áhrif gjaldmiðils á hagkerfi er að fjarska margt hangir á spýtunni. Við höfum í gegnum tíðina látið okkar gjaldmiðil rýrna í verðbólgu og haldið uppi atvinnustigi. Aðrar þjóðir eru frábitnar slíkri hagstjórn, kjósa stöðugt verðlag en búa við meira atvinnuleysi en við höfum sætt okkur við.

Fleiri atriði koma við sögu, nægir þar að nefna fimm skilyrði Brown fyrir upptöku evru í Bretland. Ef iðnríkið Bretland er ekki í takt við hagsveiflu meginlandsins má nærri geta að Ísland er það ekki.

Punkturinn er sá að ef við skiptum út krónu fyrir annan gjaldmiðil hverfa sum vandamál en ný skapast. Það er veðmál hvort við séu betur sett ef slík skipti. Ég hef ekki áhuga að taka því veðmáli.

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2010 kl. 17:22

10 identicon

Páll.

Þú hefur ekki áhuga á  að taka þátt í slíku veðmáli!  Íslenska krónan er ekki gjaldmiðill heldur sprengja sem sprakk framan í okkur neytendur á dramatískan hátt haustið 2008. Ekkert vestrænt ríki hefur fyrr né síðar séð annað eins, sama hvaða sjónauka við notum til að skoða málið.  Ég er ekki tilbúin að tengja saman atvinnuleysi við sterkan gjaldmiðil. Ef við skoðum atvinnuleysi í aðildarlöndum ESB núna og setjum það í samhengi sögunar þá hafa þau öll séð það svartara á árum áður þegar þau voru hver með sinn eigin gjaldmiðil og það þrátt fyrir að núna sé svæsnasta heimskreppa síðan á fjórða áratugnum.

Að mínu viti færi Ísland á kostum með sterkan (raunverulegan) gjaldmiðil sér að baki. Við þurfum bara sjálfstraust og upplýsta umræðu. 

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 20:44

11 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Mynt, Hörður Hinrik, hlýtur að endurspegla efnahagslegan veruleika. Mynt býr ekki til veruleika. Krónan endurspeglar íslenska stöðu efnahagsmála. Evra myndi aldrei gera það. Í því liggur vandinn.

Páll Vilhjálmsson, 16.2.2010 kl. 22:31

12 identicon

Krónan býr víst til veruleika. Þegar við flytjum út vöru eða þjónustu og fáum gjaldmiðil þarf að skipta honum í lögeyri landsins.

Fyrir utan að það er fyrirhöfn, sem ég sé ekki eftir, væri það eina vandamálið, verður að vera eftirspurn eftir krónunni til að hægt sé að versla með hana.

Það segir sig sjálft að eftirspurn eftir krónunni getur ekki verið mikil annars staðar en hjá þeim sem hafa hana sem lögeyri. Þess vegna verður að búa hana til.

Hingað til hefur eftirspurn eftir íslenskum krónum verið búin til á alþjóðamarkaði með einhverjum hæstu vöxtum í heiminum, sem eru að sliga öll heimili landsins.

Þess vegna, ef ekkert annað væri að hagstjórninni en krónan (það er frekar langt frá því eins og við höfum séð) væri það nóg til að skapa vandamál.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 02:34

13 identicon

Mynt býr ekki til veruleika! Síðan 10. mars 2008 hafa íslenskir neytendur sem tóku íslensk húsnæðislán (ekki myntkörfulán) horft upp á höfuðstól lána sinna hækka um 425milljarða eða tvö stykki Icesave. Á sama tíma þarf ég að hlusta á Victor greyið væla yfir 115 evru mánaðarlegri hækkun á sköttum sínum sem þýðir að kaupmáttur hans er 50 evrum meiri en sumarið 2008.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband