Þurfa allt, nema að standa í skilum

Baugsfeðgar, margir ESB-sinnar og all nokkrir myntkörfulántakendur eiga það sameiginlegt að líta á sínar þarfir sem upphaf og endir á tilverunni. Þarfir þessa fólks eru býsna víðtækar en þeim lýkur snarlega þegar fólkið þarf að standa reikningsskil gjörða sinna.

Baugsfeðgar telja viðskiptabanka til þess gerða að sinna sínum þörfum til að standa í stórræðum á kostnað annarra. ESB-sinnar telja nauðsynlegt að Ísland gangi í Evrópusambandið svo að Íslendingar þurfi ekki að greiða reikninginn sjálfir fyrir óráðssíu undanfarinna ára. Sumir myntkörfulántakendur eru þeirrar skoðunar að áhættusöm lántaka sé ekki þeirra áhætta heldur annarra. Og af því leiði að aðrir eigi að borga lánin en lántakendur.

Græðgisvæðing undanfarinna ára hefur deyft tilfinninguna fyrir réttlæti og eflt óseðjandi þarfir yfirgangsfólks. Tímabært er að stöðva þessa þróun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem menn sjá að aðrir komast upp með, vilja þeir líka komast upp með, einblína bara á það, annað finnst þeim ekki koma sér við.    Þetta byrjaði allt með  Þjófstolna fiskikvótakerfinu, í boði pólitíkusa.  Skuldir útgerðanna máttu hlaðast upp í bönkonum, og aldrei þurfti að borga af  þeim, bara logið úr einni lyginni í aðra, ja við þurfum nú að fá að hagræða hjá okku, svo getum við farið að borga þetta, svo var hagrætt, veðsettir kvótar og hvaðeina, þá kom bara eitthvað annað sem þurfti að leyfa þeim, svo þeir gætu nú farið að borga eitthvað af þessu, nú eru skuldirnar 600 milljarðar og aldrei borga þeir neitt.Síðan byrja bara aðrir á sama leiknum,þeir sjá að það borgar sig að snúa bara útúr kerfinu meira og meira og sleppa svo við að borga milljarðana eins og fiskikvótagreifarnir sem munu aldrei borga neitt og hinir líta upp til þeirra fyrir snilldina, pólitíkusarnir þora ekkert að gera því þeir vita að þeir eru eiga mestu sökina á öllum skaðanum.

Robert (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband