Sunnudagur, 14. febrúar 2010
Viðskiptaráð, hrunmenn og meðhlauparar
Viðskiptaráð gortaði af því á tímum útrásar að þing og ríkisstjórn fóru að öllum tilmælum ráðsins. Útkoman var hrunið. Þar sem áður voru aðalmenn útrásarinnar Björgólfar, Baugsfeðgar, Bakkavararbræður, Ólafur Ólafsson, Pálmi í Fons, Wernersbræður og aðrir sem gengu heilir til skógar eru núna á vettvangi Viðskiptaráðs aðeins stöku meðhlauparar.
Þorsteinn Pálsson er kynntur sem fyrrum ráðherra en ekki Baugsritstjóri sem mældi upp lygina um útrásina handa lesendum Fréttablaðsins sem á hverjum morgni var sendur lygasnepill Baugsfeðga undir traustri ritstjórn Steina Páls.
,,Er framtíð fyrir íslenskt atvinnulíf?" er spurt á þingi Viðskiptaráðs. Svarið er þetta: Atvinnulífið á sér framtíð án hrunmanna og meðhlaupara þeirra.
Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dabbi hrópar: HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA fyrir Björgólfum:
http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw&feature=related
HÚRRA HÚRRA HÚRRA HÚRRA (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 21:16
Gott að halda þessu til haga.
Ábyrgð þeirra sem stýrðu og stýra lygamiðlum Baugs er gríðarlega mikil.
Siðleysið setur svartan blett á blaðamannastéttina.
Lygasnepli á borð við fréttablaðið er hvergi troðið pp á fólk í hinum siðaða heimi.
Nauðsynlegur liður í uppgjörinu eftir hrunið er að þessi saga hinna siðlausu fjölmiðlamanna verði sögð.
Eftir að lygamiðlarnir hafa verið lagðir niður.
Karl (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 21:44
Sammála, svo mætti taka upp 200 ára speki Immanúel Kant:
That every action must be treated as an end, and that every end must me morally sound and just
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.2.2010 kl. 22:09
"Minn tími mun koma", sagði Jóhanna Sigurðardóttir og urðu það áhrínsorð. Er tími Þorsteins Pálssonar ekki að koma að nýju, samfara viðreisn Baugsfeðga og helstu frumkvöðla íslenska viðskiptaundursins fram að hruni? Þessi undur og stórmerki gátu aðeins gerst undir verndarvæng fyrstu hreinu vinstristjórnar á Íslandi. Íslensku útrásarvíkingarnir vissu vel hvar var hægt að kaupa stuðning og velvild. Er hægt að notast við hugtakið "stjórnmálavændi", þar sem kaupandinn er ýmist Samfylkingin eða Vg? Hafa lesendur betri orða og hugtakanotkun?
Gústaf Níelsson, 14.2.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.