Útrársarmenn bjóða mútur

Samtök atvinnulífsins vilja moka yfir spillinguna og einbeita sér að hagvexti. Það er skiljanlegt vegna þess að SA er spillingarbæli útrásarinnar. Á næstunni munu koma fram skilaboð frá SA að ekki megi tefja atvinnuuppbygginguna með því að krefjast reikningsskila vegna útrásaröfganna og auðgunarbrota helstu snillingana.

Samtök atvinnulífsins halda að þjóðin sé ginnkeypt fyrir mútum um mikinn hagvöxt í stað uppgjörs við spillingaráratuginn. Samtök atvinnu lífsins halda að fólk kaupi það að milljón króna mennirnir hjá SA hafi áhyggjur af atvinnuleysi og velferðarmálum.

Nei takk, við förum í gegnum uppgjörið við umbjóðendur Villa Egils. Við látum ekki Jón Ásgeir, Ólaf Ólafs, Finn Ingólfs, Wernerbræður, Pálma í Fons, Bakkavararbræður, Sigurð Einars og Hreiðar Má og hina gaurana sem nærri settu þjóðina á hausinn kaupa sig frá réttlætinu.


mbl.is Atvinnuleysið ekki ásættanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Páll það hlýtur að mega vinna að báðu í einu, auka hagvöxt og taka á spillingunni. Sé engan veginn hvernig eitt vinnur á móti hinu nema síður sé. Það hefur komið í ljós að þessir útrásarvíkingar komu ekki með neina peninga inn í hagkerfið líkt og ætlunin var, heldur var tekið úr hægri til að setja í vinstri og allt saman lánsfé. Ég segi því bara "farið hefur fé betra en þessir útrásarvíkingar og viðskipti þeirra".

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 14.2.2010 kl. 15:33

2 identicon

Páll .

Hvers vegna er ekki búið að bannað glæpasamtök á borð við SA og Viðskiptaráð ?

JR (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 16:30

3 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Nærri settu þjóðina á hausinn!!! Við erum á hausnum , bara spurning hvenær uppgjörið fer fram.

JR. Og Así, með samspillingarþursinn Gylfa í Forsetastól.

Það þarf að velta honum, og kjósa mann sem er í tengslum við verkalýðinn.

Sá maður heitir Aðalsteinn Baldursson.

Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband