Gríska kreppan breytir Evrópusambandinu

Grikkland er lítið land á evrópska vísu, telur 10 millljónir íbúa. Þjóðverjum og Frökkum væri ekki skotaskuld úr því að bjarga Grikkjum úr fjárhagsvandræðunum. Vandi stórríkjanna er að á eftir Grikklandi gætu komið lönd eins og Portúgal, Spánn og Írland sem vildu fá sömu fyrirgreiðslu og Grikkir. Þessi lönd glíma öll við fjallháar opinberar skuldir og stórfellt atvinnuleysi.

Evrulöndin 16 mynda kjarnasamstarf Evrópusambandsins. Evran er pólitískt gjald sem Frakkar kröfðust af Þjóðverjum þegar þýsku ríkin tvö sameinuðustu fyrir 20 árum. Myntsamstarfinu fylgdi ekki fjármálasamstarf þar sem hvert ríki ber ábyrgð á eigin fjármálum. 

Stöðutaka spákaupmanna gegn evru felst m.a. í veðmálum gegn því að Grikkir nái að fjármagna skuldir ríkisins. Grísk evruskuldabréf bera mun hærri vexti en þýsk og endurspeglar það litla tiltrú á grískri efnahagsstjórnun.

Gríska vandamálið var ekki leyst á fundi forseta Frakklands og kanslara Þýskalands í síðustu viku. Aðeins var lofað að það yrði leyst og þannig voru keyptir fáeinir dagar.

Í grunninn eru aðeins tveir möguleika í stöðunni. Annars vegar að myntsamstarfið leysist í sundur og hins vegar að evrulöndin sameinist um miðstýrða efnagasstjórnun.

Hvor heldur leiðin sem verður ofa á gerbreytist Evrópusambandið.

Hér er yfirferð yfir grísku kreppuna í Telegraph.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ekki gleyma Ítalíu í þessari upptalningu, Ítalía stendur heldur ekki vel.

 Lausnin fyrir þessi lönd er að losa sig við evruna. Heldur einhver að íslenska ferðaþjónustan hefði átt sitt besta sumar frá upphafi ef krónunnar hefði ekki notið við?

Jon (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 12:18

2 identicon

Kemur þá ekki ESB sterkara út úr þessari kreppu ef að miðlægri efnahagsstjórn verður komið á?

Það er engin lausn að fara úr evru-myntbandalaginu og nota eigin mynt, skuldirnar hverfa ekki við það né tiltrú fjárfesta á hagkerfinu.
Eina rétta leiðin er að skera niður og minnka umsvif hins opinbera, sníða sér stakk eftir vexti.

Hermundur (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég, eins og svo margir íslendingar fór að stúdera þjóðhagfræði í kring um hrun íslensku bankanna.

Ég komst fljótt að því að evran væri ekki sjálfbær gjaldmiðill því evrusvæðið er í raun eitt efnahagssvæði með þjóðfélögum sem eru ýmist nettó neyslusamfélög (Grikkir) eða nettó framleiðslusamfélög (Þjóðverjar) og eitt gengi á gjaldmiðli alls svæðisins þýðir að handstíra verður fjármagni til neyslusamfélaga frá farmleiðslusamfélögum ellegar eykst auður þess síðarnefnda endalaust. Evrusvæðið virkar því tæknilega þannig að lönd sem eru framhleðslu ríki eins og þýskaland fitna og fitna á kostnað hinna sem eru neytendur. Skinvillan felst í því að hvorugt getur verið án hins en flestir líta á neyslusamfélögin sem vandamálið sem er einfaldlega rangt. Það er tæknilega aðeins tvær leiðir út eins og þú segir Páll sameina alla efnahagstjórn á svæðinu eða leggja niður evruna.

Ef fyrri kostur verður valin verður gamall draumur Þjóðverja um 3.ríkið að veruleika.

Guðmundur Jónsson, 14.2.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband