Laugardagur, 13. febrúar 2010
Þór og handlangarar útrásarinnar
Þór Sigfússon er með stöðu grunaðs manns vegna þess að á meðan hann var forstjóri Sjóvá tæmdust bótasjóðir félagsins. Peningahvarfið er í lögreglurannsókn. Þór kom fremur seint að útrásinni og var raunar búinn að skrifa bók um útrásina, Landnám - útrás íslenskra fyrirtækja, þegar hann var í byrjun aldar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og forvera þess.
Þór varð forstjóri Sjóvá síðla árs 2005 eftir að Wernersbræður eignuðust þetta gamla fjölskyldusilfur Engeyinga. Menn eins og Þór voru útrásarauðmönnum nauðsynlegir því þeir gáfu bullinu lögmæti.
Þór setti saman bók um afbragðsárangur sem hann náði hjá Sjóvá og sú bók kom um um það bil sem hrunið gekk yfir. Hér er tilvitnun úr kynningu bókinni Betrun, sem vel að merkja forliðurinn á orðinu betrunarhús
Gera má ráð fyrir því að íslenskt viðskiptalíf taki töluverðum breytingum á komandi misserum. Þau fyrirtæki munu standa upp úr sem ná góðum tökum á rekstrinum. Lykill að árangri er að skapa hefð fyrir samræðum um hvað megi gera betur og hvaða lærdóm megi draga af mistökum.
Það sem er skemmtilegt við þessa tilvitnun er að hún gæti verið úr bæklingi Samfylkingarinnar. ,,Samræða," er samfylkingarhugtak til að fela innihaldsleysi. Og það er einmitt það sem útrásin og Samfylkingin eiga sameinginlegt.
Athugasemdir
Þór kemur sem álfur úr hól í öllu þessu og mannorðsmissi má hann fyrst og fremst tengja við eigið traust á siðblindum áhættufíklum. Sjálfur hélt ég hann vera ærlegan, og kannski er hann það í kjarnann.
En hin fáránlega og óverðskuldaða virðing okkar fyrir peningafólki er nú að draga margan góðan manninn í gegnum drullusvaðið. Menn bukta sig og beygja fyrir seðlunum og horfa framhjá því hvernig þeirra var aflað. Það er ákveðin siðfirring út af fyrir sig.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 23:41
Hér í bæ er nú sagt - láttu þér ekki bregða hann Þór er Johnsen .......svo leggur hver og einn sinn skilning í það
Gísli Foster Hjartarson, 14.2.2010 kl. 00:30
Af hverju ertu að sparka í liggjandi fórnarlamb Páll minn ? Ef hverju beitirðu þér ekki að gerendunum, Wernersbræðrum. Þeir eru stjórnendurnir en ekki Þór. Hann megnaði greinilega ekki að standa uppi í hárinu á þessum kumpánum með svo einbeittan brotavilja. Hver er nógu sterkur þegar mönnum er hótað ?
Halldór Jónsson, 14.2.2010 kl. 11:18
Svo voru þessir guttar verðlaunaðir í bak og fyrir. Hér er skemmtilegt innlegg um þennan snilling og sýnir hversu víðtæk firringin var.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2010 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.