Laugardagur, 13. febrúar 2010
Mótmæli og ábyrgð einstaklingsins
Fjöldamótmæli eru sjálfsagður réttur í lýðræðisþjóðfélag og ber að þakka þeim sem skipuleggja opna fundi til andófs. Nútímasamfélagið er seinþreytt til vandræða enda hafa sjaldnast að saddir þegnar nenni að ybba gogg.
Einmitt í skjóli þess að fólk nennir ekki að sinna lýðræðislegum skyldum sínum að hafa auga með valdinu, hvort heldur því formlega sem felst í ríkisvaldi eða óformlegu auðvaldi, gróf um sig spilling í íslensku samfélagi sem leiddi til hrunsins.
Mótmælendur verða á hinn bóginn að átta sig á því að spilling valdsins fríkennir ekki einstaklinginn frá ábyrgð sinni.
800 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spilling valdsins fríkennir ekki einstaklinginn frá ábyrgð sinni, t.d. að skrifa upp á lánasamninga sem augljóslega voru varasamir. Ykkar er ábyrgðin
Á Austurvelli í dag voru samankomin 800 manns, sem vilja að sparifjáreigendur borgi fyrir þá myntkörfurnar.
þeir vilja fá síðustu verðlausu krónur þeirra sem spöruðu í staðin fyrir að lána í þessu fyrirbrigði sem kallast útrás.
Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.