Laugardagur, 13. febrúar 2010
Myntkörfulán og áhættuhegðun
Eftir því sem best er vitað var enginn þvingaður til að taka lán í erlendri mynt. Íslendingum stóð öllum til boða að taka lán í íslenskum krónum en þeir voru margir sem vildu veðja á tiltekna gengisþróun samtímis sem vextir á lánum í erlendri mynt voru lægri en á krónulánum.
Lántaka felur alltaf í sér áhættu. Sá sem tekur lán gerir ráð fyrir að geta greitt lánið og gefur sér ákveðnar forsendur um tekjur sínar. Krónulán fylgja ýmist vöxtum eingöngu eða vísitölu að viðbættum vöxtum. Við búum að nokkurri reynslu með krónulán og tiltölulega einfalt að áætla afborgarnir.
Gengistengd lán eru af öðrum toga. Þótt hægt sé að setja upp spákúrfu um þróun gjaldmiðla er ekki löng hefð fyrir slíkum lánum. Erlend lán voru ekki á boðstólum fyrr en á þessari öld.
Margir tóku lán sem tengd voru gengisþróun og margir töpuðu þegar krónan féll. Ef lagatæknileg glufa er fyrir lántakendur að biðjast undan því að greiða lánin er sjálfsagt að nota þá glufu.
Á hinn bóginn verður ekki framhjá því litið að lántaka í erlendri mynt er áhætta langt umfram áhættu af krónuláni. Tap getur orðið af áhættu, en sumir virðast halda að svo sé ekki.
Dómnum verður áfrýjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega: "Lántaka felur í sér áhættu" svo sannarlega er það ekki fundið fé. Einkennilegt að margir skyldu ekki gera sér grein fyrir svo augljósu.
Finnur Bárðarson, 13.2.2010 kl. 15:54
Mikilvægt að skilja að niðurstaða dómsins er sú að lánið var aldrei veitt í erlendri mynt. Niðurstaðan er sú að um var að ræða lán í íslenskum krónum sem var verðtryggt með ólögmætum hætti.
Einnig mikilvægt í þessu sambandi að samkvæmt gildissviði laganna sem um ræðir, þ.e. lög um vexti og verðtryggingu nr 38/2001, þá er ekki hægt að víkja frá umræddum lagaákvæðum með samningi. Þetta er mjög skýrt í lögunum sjálfum og alveg sérstaklega ef lagafrumvarpið sjálft er skoðað.
Eftir stendur að lánasamningurinn sjálfur er gildur, en verðtryggingin ekki. Lánastofnunin verður einfaldlega að bera hallann af mistökum sínum.
Lántaka felur nefnilega í sér áhættu fyrir BÁÐA aðila samningsins.
Stefán Þór Ólafsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 16:29
Eftir stendur samt sem áður að meðan áhættunni af gjaldeyrislánunum var velt yfir á lántakendur þá voru eigendur að taka stöðu gegn krónunni og með hjálp stjórnenda bankanna. Ef stjórnvöld hefðu staðið sig þá hefðu þau átt að koma í veg fyrir þessar lánveitingar einmitt á grundvelli þeirrar lagagreinar sem nýlegur dómur vísar til.
Bara enn eitt dæmið um hversu slælega stjórnvöld vörðu hag almennings.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2010 kl. 16:32
Páll það er rangt hjá þér að lántakendur séu að biðjast undan því að greiða lánin. Gengistryggðu lánin verða áfram greidd, aðeins með hóflegum vöxtum, ef þessi dómur verður staðfestur af Hæstarétti.
En það er rétt að það var áhætta að taka gengistryggð lán og miðað við þessa niðurstöðu sigruðu þeir sem spiluðu.
Það er rétt að samgleðjast þeim, hvort sem þeir sem tóku verðtryggð lán njóti sama ábata eða ekki. Á það ber að horfa að þeir síðarnefndu horfðu ekki upp á lánin rúmlega tvöfaldast og fjöldamargar andvökunætur.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:12
18. grein laganna (með vísan í 4. grein) segir til um hvernig skal fara með vaxtaútreikning þar sem ekki hefur verið farið að lögum.
Þá eru það lægstu óverðtryggðu vextir Seðlabanka Íslands.
Hafþór (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:18
Þetta er allt saman rétt hjá þér en einu gleymir þú sem breytir öllu. Þeir sem tóku erlendu lánin áttu ekki von á að það væri stöðutaka í gangi innan bankanna gegn krónunni.
Anna Sigurdardottir (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:44
Af skrifum þínum mætti helst skilja að hver og einn viðskiptavinur bankanna ætti að leggja sjálfstætt mat á áhættu af mismunandi lánasamningum. Því miður voru margir sem féllu fyrir sölumennsku bankamanna sem dásömuðu erlend lán langt framyfir þau innlendu. Og hví skyldu lántakendur ekki hafa hlustað á "sérfræðingana"? Það var ekki fyrr en seinna sem kom í ljós að eigendur bankanna voru að veðja á móti viðskiptavinum sínum.
Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 17:49
Hafþór, 18. gr. laganna kveður á um ákvörðun endurgreiðslu þegar lántakandi hefur verið ofrukkaður. Ég skil greinina þannig að lánastofnunin skuli endurgreiða viðskiptavini sínum með lægstu óverðtryggðu vöxtum. Ekki að gengistryggt lán með upphaflega 2,5 - 4% vöxtum breytist í óverðtryggt lán með 12% vöxtum (eða hvað sem lægstu óverðtryggðu vextir eru.)
En svona er þetta fyrir þá sem vilja segja sig í spor lagatækna:
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.
4. gr. Þegar greiða ber vexti skv. 3. gr., en hundraðshluti þeirra eða vaxtaviðmiðun er að öðru leyti ekki tiltekin, skulu vextir vera á hverjum tíma jafnháir vöxtum sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr. Í þeim tilvikum sem um verðtryggða kröfu er að ræða skulu vextir vera jafnháir vöxtum sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum hjá lánastofnunum og birtir skv. 10. gr.
Málið er að vextir í lánasamningum gengistryggðra lána eru tiltekin hundraðshluti. Það er því frekar hæpið að vextir samkvæmt 4. grein geti átt við þau lán, þ.e. að þeir skulu vera lægstu óverðtryggðu vextir.
En um þetta mun Hæstiréttur úrskurða þegar þessi mál verða tekin fyrir þar.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 18:29
Áttu þeir sem plataðair voru til að taka svika-lán að hafa kunnáttu og lögfræði-viðskipta-hagfræði-gráður og vit til að skilja þessa heims-banka-þvælu sem hefur endað í heimskreppu?????????????
Og eiga þeir venjulegu, heiðarlegu, skattborgarar sem voru sviknir að sætta sig við það að háskóla-gráðu-svikararnir sem ekki vissu um Evrópu-heims-samvinnu-fræði-græðgis-svika-lausnir nú að greiða götu svikaranna???????????? með eilífum þrældóm til hjálpar sömu svikaranna?????
Þetta er það sem blasir við allmennigi þessa lands í dag!!!
Alveg er mér sama um þetta land ef á að svæla burt heiðarlega, raunverulega ábúendur á Íslandi!!! Þetta er mín sýn á ráns-bankana og ráns-embættin!!!!!!!! Sem sagt flokks-trygging umfram þjóðfélags-trygging er einskis virði fyrir mér og heiðarlegu fólki í þessu landi.
Svikið og heiðarlega hugsandi og vinnandi fólk hefur ekkert hér á landi að gera eins og staðan er núna!!!
Það voru góðir menn í Noregi sem hjálpuðu fólki til að flýja frá hertöku Þjóðverja á Noregi. Það gerðist frá norður-Noregi, af heiðarlegum sjómönnum og velviljuðum Normönnum. Þeir vildu hjálpa saklausu fólki að flýja frá herteknu landi sínu!!!! Viðingarvert og fórnfúst starf og ólaunað af öðru en að geta hjálpað fólki frá kúgun!!!???
Var svo lánssöm að kynnast barna-barni eins manns sem stundaði svona "ó-leyfilegt" hjálparstarf í herteknu landi!!! Ég væri til í að hjálpa fólki til að komast burtu frá því Evrópustríði sem hér er í gangi núna!!!
Fólk er hreinlega pínt til að svelta eða flýja!!!!!!!!! Er fólk ekki að skilja hvað er í gangi?????? Ég skal svo sannarlega leggja mitt til að hjálpa fólki til að komast frá þessu hertekna landi ef ég hef heilsu til þess!!!
Almættið hjálpi okkur öllum til að hjálpa heiðarlegum Íslendingum frá drögum að LANDRÁÐINU sem er hér í gangi!!! M.b.kv.Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.2.2010 kl. 21:13
Verðtryggð lán eru gengislán að 40% hluta þ.e. um 40% af gengisfalli krónu kemur beint inn í verðtryggingu. Þeir sem taka verðtryggð lán eru því einnig að taka áhættu.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 21:23
Lagatæknileg glufa, Páll?
Hefur þú ekki lesið lögin, lesið fylgigögnin og lesið dóminn?
Ertu svona blindur á móti réttlæti að þú kallar þetta lagatæknilega glufu?
Billi bilaði, 14.2.2010 kl. 09:17
Þegar vextir af einni tegund láns er hærri en annarrar tegundar, þá er ljóst að bankinn metur hærri vaxtalánið óhagstætt fyrir bankann. Þess vegna eru myntkörfulán með lægri vexti.
Hinsvegar er ólýðandi að bankafólk vísvitandi telji viðskiptavini á að taka óhagstæð lán með annarri og síðan vinna á móti krónunni með hinni.
Það vita allir að bankar lána aðeins þeim sem eiga eitthvað fyrir.
Besta vörnin er að klippa kredit kortin, greiða aðeins staðgreiðslu við kaup á öðru en hýbýlum og dýrum bílum. Ef allir gerðu það þá væru bankarnir illa settir. Munið svo að menn eru aðeins gjaldþrota á Íslandi, það nær ekki útfyrir klakann.
Njáll Harðarson, 14.2.2010 kl. 12:19
Bankar lögðu að fólki að taka myntkörfulán.. amk minn banki; Hringdu spes í mig í jan 2008, boðuðu mig á fund þar sem hart var lagt að mér að breyta mínu láni yfir í myntkörfu.. ég sagðist ekki treysta á slíkt, taldi allt vera að fara í klessu; Nei nei elsku vinurinn, bara tímabundið.. allt verður í fínasta lagi; Ég sagði nei takk og byrjaði að ganga út.. maðurinn kallar á eftir mér; 50%, taktu 50%... Ég labbaði bara út.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 22:54
Það er ekki rétt að engin var þvingaður til að taka lán í íslenskum krónum. Sjálf keypti ég bifreið af Lýsingu og það var þegar að krónan var byrjuð að falla í maí 2008. . Ég óskaði eftir því að taka lánið í íslenskum krónum, en þá var mér kynnt að það er EKKI hægt !!! svo fullvissaði bílasölumaðurinn mig um það að ég ætti bara eftir að græða á þessu því að krónan myndi lagast aftur. Ég sló til og endaði með því að ég borgaði frá maí 2008 til október 2008- 37.500 á mánuði og þegar að ég gerði lánið upp í lok október greiddi ég 770.00 þúsund krónur. Höfuðstóll lánsins var 500.000 kr . Það var kannski enginn sem að þvingaði mig beint, en þetta var svona " Þú getur ekki keypt bílinn á láni nema að það sé erlent - Nei við erlendu láni - Enginn bíll "
Ef þetta hefði verið hærri upphæð hefði ég líklegast bara labba út ég bjóst alveg við því að þetta myndi kannski ekki lagast og ég gæti þurft að borga "aðeins meira" en bjóst ekki við að þurfa að borga 957.500 kr fyrir 6 mánaða lán með 500 þúsund króna höfuðstól........:/
Lántaki (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:03
Ég á alveg ótrúlega bágt með að skilja afstöðu þína - Það er engin að segja að fólk eiga að sleppa við sínar skuldbindingar. Auðvitað borga þeir lánin, en kannski það sem er SANNGJARNT!!!!
Bendi líka á það sé samningur sérstaklega ósanngjarn fyrir lántaka er forsenda fyrir riftun samnings - mörg dómafordæmi fyrir því...
Lagatæknileg glufa ??? Það kemur skýrt fram í lögskýringargögnum að þetta sé ólöglegt það er algjörlega ótvírætt hver löggjafarviljinn er með þessum lögum. Þú ættir kannski að lesa þig aðeins til í lögfræði og skoða dóminn áður en þú kallar þetta lagatæknilega glufu. En löggjafarviljinn skiptir miklum sköpum, lögin eru ekki bara það sem er skrifað á svart-hvítu í lagasafninu. Við túlkun lagaákvæða er farið í forsögu laga, umræður á Alþingi, frumvarpið að lögunum ofl ofl... Þessi dómur er frábærlega skrifaður og Áslaug sem er óreyndur dómari setur dóminn mjög vel upp og lagarökin eru með þeim hætti að það verður erfitt fyrir hæstarétt að staðfesta hann ekki. Áslaug er augljóslega gott efni í dómara, og getur eflaust hver einasti löglærði maður staðfest það.
Maður veltir því fyrir sér hvort að þessi skrif þín séu einungis sett upp með þessum hætti til að vekja athygli ? Nú ert þú blaðamaður og slæm umfjöllun er betri en enginn, eða kannski ertu bara að reyna að vekja athygli svo að allt fari hér í hörkurökræður ? Er þetta einhver leið til að vekja athygli ? Jæja hún er allavega að virka !
Solla Bolla (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.