Ósjálfstæðir Evrópumenn

Pilsfaldahugsun nýstofnaðs félags sjálfstæðismanna um ESB-aðild  kemur strax fram í fyrsta atriði af tólf sem aðalhöfundur félagsins, Benedikt Jóhannesson, birti í Baugsmiðlinum í vikunni. Þar er aðild að Evrópusambandinu sé rökrétt framhald af þátttöku Íslands í Nató og brotthvarfi bandaríska hersins á Miðnesheiði. Lokasetningin í fyrsta atriði er þessi: ,,Smáþjóð verður að eiga bandamenn þegar hún lendir í vanda."

Hugsunin sem hér býr að baki er að utanaðkomandi eiga að taka af okkur ómakið sem fylgir því að vera þjóð. Íslendingar séu vinalausir, hljómar rökstuðningur Benedikts, vegna þess að Bretar og Hollendingar með stuðningi Evrópusambandsins hafa kúgað okkur til að játast undir ósanngjarnar Icesave-skuldbindingar.

Lausn Benedikts og ósjálfstæðu Evrópumannanna íslensku er að gangast kúgunarsamtökunum á hönd í von um að fá betri meðferð sem feitur þjónn en barinn þræll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Flottur!! sendi komment inn á stjörnum-prýddan fána E.S.B.,var ekki birt.

Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nafnið á félaginu er eðlilegt í ljósi þess að Evrópusambandið á lítið í land að verða að einu ríki og er í raun þegar orðið það samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Lengi hefur verið unnið að því að búa til einhvers konar evrópska þjóðerniskennd innan sambandsins. Svo má ekki gleyma því að Evrópusamtökin íslenzku velja ár hvert Evrópumann ársins og halda upp á þjóðhátíðardag Evrópusambandsins, 9. maí.

Þeir sem vilja áframhaldandi sjálfstætt Ísland eru því eðli málsins samkvæmt sjálfstæðir Íslendingar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.2.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband