Grikkir upp á þýska náð og miskunn

Þýskalandskanslari og Frakklandsforseti ákváðu í dag að Grikkjum skyldi bjargað frá gjaldþroti. Á fundinum með Merkel og Sarkozy voru upp á punt van Rompuy nýkjörinn forseti Evrópusambandsins og Trichet yfirmaður Evrópska Seðlabankans. Van Rompuy er án umboðs Evrópusambandsins þar sem aðeins 16 ríki af 27 eru með evru og Trichet er bannað að skera einstök evru-ríki úr snörunni þar sem Þjóðverjar kröfðust þess á sínu tíma að Seðlabankinn hefði ekki heimild til að borga reikninga óreiðuríkja.

 Times greinir frá þessari ákvörðun með svofelldum orðum

The leaders of France and Germany agreed today to work together to tackle the Greek debt crisis but failed to reassure jittery European financial markets.
Both the euro and Greek government bonds enjoyed a moment of respite after reports that the new EU President, Herman Van Rompuy, had brokered a bailout deal in a meeting this morning with President Sarkozy, Chancellor Angela Merkel and Jean-Claude Trichet, head of the European Central Bank.

Þetta þýðir að Grikkir þurfa að semja beint við Þjóðverja um stuðning, en það er Berlín sem mun veita stærstu lánin, og þýskir setja reglurnar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég skil ekki alveg hvað er vandamálið. Þjóðverjar lána Grikkjum stórfé og setja þeim skilyrði. Er það ekki bara allt í lagi? Ég hélt að svona væri viðskiptaheimurinn í dag. Grikkir tóku upp evru á veikum forsendum og hafa ekki staðið sig samkvæmt væntingum.

Í þessu ljósi skil ég ekki hvers vegna ESB vill fara í aðildarviðræður við Ísland. Annað hvort eru þeir nautheimskir eða óendanlega bjartsýnir. Eða ESB snýst um eitthvað allt annað en hagfræði.

Gísli Ingvarsson, 11.2.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

ESB snýst um allt annað en hagfræði, Gísli. Evran er pólitískt verkefni en ekki hagfræðilegt, svo dæmi sé tekið. ESB vill okkar ekki inn vegna hagfræðinnar.

Páll Vilhjálmsson, 11.2.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ætli að franskir og sér í lagi þýskir skattgreiðendur verði ánægðir með það að fá upp í fangið væntanlega hvert af öðru, fátækustu ríki Vestur-Evrópu, fyrst Grikkland, síðan Spán, Portúgal og Írland? Kannski bætist klassíska vandræðaríkið Ítalía í hópinn fyrr en síðar. Það er rétt hjá þér Páll, að hið pólitíska verkefni að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil fyrir mörg afar ólík ríki hefur ekkert með hagfræði að gera. Stefnan virðist vera að sigla í strand, en Þýskaland kann til langs tíma að hagnast á aðstæðunum. Og hvað segja Bretar þá? Spennandi tímar eru í uppsiglingu, enginn vafi.

Gústaf Níelsson, 11.2.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband