Samtök iðnaðarins fjölpósta fyrir klofninshóp Sjálfstæðisflokksins

Samtök iðnaðarins hafa sent út fjölpóst til félagsmanna sinna með hvatningu um að þeir gangi til liðs við klofningshóp Benedikts Jóhannessonar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur sem undirbúa stofnun flokksdeildar Sjálfstæðisflokksins með áherslu á inngöngu í Evrópusambandið.

Yfir sjö af hverjum tíu sjálfstæðismönnum er andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Hópur Benedikts hefur starfað um hríð og beitti sér m.a. fyrir sammala.is sem hvatti sjálfstæðismenn til að kjósa Samfylkinguna við síðustu þingkosningar.

Samtök iðnaðarins hafa sent félagsmönnum sínum fjölpóst undanfarið þar sem hvatt er til þess að félagsmenn samtakanna gangi til liðs við nýja aðildarsinnaða flokksdeild Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Páll Vilhjálmsson.

Eitt vil ég taka fram við þig það var ég sem gerði athugasemd við Evrópusambands umræðuna á síðasta landfundi Sjálfstæðisflokksins og hún var hreinlega tekin af dagskrá. Því umræða um fólkið í landinu og fyrirtækjunum í landinu var að blæða út. Þess vegna taldi ég það mikilvægara umræðuefni en þessi Evrópuumræða.

Varandi þessa tilteknu aðila sem þú nefnir því þeir voru fleiri sem vildu fara í Evrópusambands umræðu. Ég mun berjast hvað sem það kostar gegn þessari Evrópusambands umræðu. Fólkið getur nú séð hvernig er komið fyrir Grikklandi í dag og gjaldmiðill þessara þjóða sem eiga aðild að sambandinu er nú í hættu. Er það vilji þjóðarinnar að ganga í Evrópusambandið ég segi Nei.

Við eigu ekki að láta þessi klíkusamtök iðnarsinna komast upp með sín takmörk því þeir eru að hugsa um sinn hag ekki þjóðarinnar. Páll þetta er þörf umræða og veitir ekki af að hún fái faglega umfjöllun.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 11.2.2010 kl. 17:57

2 identicon

Þá stofnar þessi hópur bara flokk sem 30% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins geta ef til vill kosið.

 Klofningur flokksins er óhjákvæmilegur.

Hrunskýrslan mun trúlega flýta fyrir klofningnum.

Frjálslynt fólk vantar óspiltan og trúverðugan valkost í pólitíkinni.

Karl (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 19:14

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er nú óþarfi Páll að bera það uppá jafnágætan mann og Benedikt Jóhannesson að hann hafi hvatt sjálfstæðismenn til að kjósa Samfylkinguna í síðustu kosningum. Nær væri fyrir þig að grennslast fyrir um fjáraustur Samtaka iðnaðarins í Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Einhverjir myndu kalla slíkt mútugreiðslur.

Gústaf Níelsson, 11.2.2010 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband