Arion sigar Baugsfeðgum á þjóðina

Fréttir af fjármálahryðjuverkum Baugsfeðga halda áfram að leka út. Þeim Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Jónssyni leiðst að taka snúning ofan á snúning á með útrásargalskapurinn stóð sem hæst. Ætla mætti að eftir hrun, þegar fáheyrð ósvífni þessara manna stendur afhjúpuð, myndu ábyrgir aðilar sameinast um að úthýsa feðgunum úr íslensku viðskiptalífi.

En því er ekki að heilsa og Baugsfeðgar njóta stuðnings á ólíklegustu stöðum. Arion banki sem á milljarða útistandandi hjá feðgunum lítur bersýnilega á það sem sérstakt hlutverk sitt að þeir fái áfram að stunda sína iðju.

Amx vekur athygli á frétt í RÚV um að yfirveðsettur 400 fermetra fjallakofi  Jóhannesar Jónssonar í Eyjafirði verði mögulega yfirtekinn af Arion banka vegna þess að ekki er greitt af 370 milljón króna skuld sem hvílir á setrinu.

Hversdagsfólk kemst ekki upp með að borga ekki af húsnæði sínu en fá sérmeðferð með aðrar eigur sínar, líkt og Arion býður Baugsfeðgum hvað verslunarveldið Haga áhrærir.

Arion banki þarf að útskýra hvers vegna bankinn leggur slíka fæð á íslenska þjóð að Baugsfeðgar fái stuðning bankans til að stunda áfram fjármálahryðjuverkin með alræmdum afleiðingum.


mbl.is Og Vodafone skuldsett í viðskiptum við eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er það virkilega svo að svona lagað hafi verið löglegt? Er þetta kannski löglegt ennþá? Það er alveg ljóst að þetta er siðlaust.

Gunnar Heiðarsson, 11.2.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Hvaða fífl lánar 370 milljónir útá 400 fermetra hús á Íslandi?

Ástþór Magnússon Wium, 11.2.2010 kl. 09:51

3 identicon

Ef ég myndi skulda 370millur í 400fm húsinu mínu væri löngu búið að henda mér út og gera mig gjaldþrota!! en það er ekki sama hvort maður heitir Jón eða séra Jón það er nokkuð ljóst!!

Davíð (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: Oddur Ólafsson

sundlaugin maður, sundlaugin.

Oddur Ólafsson, 11.2.2010 kl. 10:46

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón Ásgeir er höfundur og arkitekt hrunsins. Hann lagði á ráðin um að fá bankamenn og pólitíkusa í lið með sér. Þegar það hafði tekist var eftirleikurinn auðveldur. Allur sá sori og ógeð sem vellur upp í bönkunum var aðeins gerlegur með aðkomu bankamannanna sem lánuðu án veða. Það sem þarf að gera er að ákæra Jón Ásgeir fyrir samsæri gegn efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og draga síðan alla hans meðreiðarsveina til ábyrgðar sem aðila að samsærinu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.2.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband