Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Einkavæðingin var svikamylla
Einkavæðing bankanna var svikamylla þar sem tilvonandi útrásarauðmenn komust yfir ríkisbanka með krosslánum. Egluhópurinn, Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson et al. fékk peninga að láni hjá Landsbankanum til að kaupa Búnaðarbankann sem síðar rann inn í Kaupþing. Björgólfsfeðgar fengu lán hjá Búnaðarbankanum til að kaupa Landsbankann sem síðar varð Icesave-hörmungin.
Nýju bankaeigendurnir voru fjárglæframenn sem gerðu þjóðina nánast gjaldþrota. Ólafur, Finnur og Björgólfsfeðgar kunnu ekkert um bankarekstur. Þeir réðu áhættufíklaðar liðleskjur til að mylja undir eigendurna á kostnað þjóðarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn ber pólitíska ábyrgð á svikamyllunni. Sjálfstæðisflokkurinn bar fram pólitíska hugmyndafræði frjálshyggjunnar sem var forsenda einkavæðingarinnar. Jafnframt sat flokkurinn í ríkisstjórn þegar svikamyllan var skipulögð og framkvæmd.
Viðreisn Sjálfstæðisflokksins stendur og fellur með því hvernig honum gengur að læra lexíuna af svikamyllu nýríku bankamannanna.
Athugasemdir
Nákvæmlega.
SeeingRed, 10.2.2010 kl. 20:01
Alveg rétt.
Getur sjálfstæðisflokkurinn gert upp við fortíðina og horfst í augu við ábyrgðina?
Ég efast um það.
Best væri að flokkurinn leystist upp.
Karl (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 20:18
Og svo kom Jón Ásgeir og ryksugaði peninganna úr báðum bönkunum, Lands og Kaupþing, þegar hann ar búinn með peninganna í Glitni.
Ingvar
Ingvar, 10.2.2010 kl. 22:05
....talandi um að hitta naglann á höfuðið
Gísli Foster Hjartarson, 10.2.2010 kl. 22:48
Páll, hafi einkavæðing bankanna verið mistök, hjá Sjálfstæðisflokki og hinum bankanum sem þú gleymdir að bar jafnmikla pólitíska ábyrgð Framsóknarflokknum, þá er búið að endurtaka leikinn. Samfylking og VG eru búin að einkavæða bankana nú, útrásarvíkingum, nema ekki íslenskum.
Einkavæðing banka er í sjálfu sér ekkert hættuleg aðgerð, það skiptir hins vegar miklu máli hvernig sú einkavæðing fer fram. Síðan skiptir það ekki minna máli hvernig eftirlit og aðhald er með þessum bönkum.
Það segir mér svo hugur að núverandi einkavæðing bankanna, verði ekki minna gagnrýnd í næstu framtíð, en næsta syrpa þar á undan.
Sigurður Þorsteinsson, 10.2.2010 kl. 22:59
Einkavæðingin var svikamylla og pólitíkin er hentistefna hvers hagur er fagur:
-
Smáfuglarnir hafa beðið spenntir eftir því hvað Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í skrímslafræði, hefði að segja um hreint ótrúlega framgöngu Silju Báru Ómarsdóttur, kennara við skólann, sem uppvís varð að stórvafasamri atkvæðasöfnun í prófkjöri Vinstri Grænna þar sem Silja Bára bað nemendur sína um að kjósa í forvalinu og fór með kjörseðla heim til þeirra.
Þá biðu þeir einnig eftir áliti Stefáns Ólafssonar, prófessors í félagshyggju, sem hefur til þessa verið snöggur til að ræða vinnubrögð kennara og þá sérstaklega kennara sem tengjast Sjálfstæðisflokknum. Nú er öldin önnur hjá Stefáni og virðist hann ekki sjá ástæðu til að gefa álit sitt á vinnubrögðum Silju Báru Ómarsdóttur.
Þögn prófessorana segir meira en mörg orð.
Helgi (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 01:44
Um allan heim eru menn að átta sig á því að það sem orsakaði þessa bankakreppu er fyrst og fremst ríkisábyrgðin. Braskarakvikindi geta fengið nánast ótakmörkuð lán með ríkisábyrgð hirða gróðann ef einhver er en senda skattgreiðendum reikninginn fyrir tapinu.
Vandamálið var alls ekki frjálshyggja heldur svokallaður pilsfaldakapítalismi. Auka þarf stórlega ábyrgð eigenda og stjórnenda í fyrirtækjum. Ríkið á ekki að ábyrgjast einkarekstur það þarf meiri frjálshyggju en ekki minni.
Eins og aðrir stuðningsmenn þessara flokka sem eru nú í ríkisstjórn þá virðist mér að þú Páll sért svo áhugasamur um að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem fór úrskeiðis þú leggir höfuðáherslu á það, en ekki að það voru eigendur og stjórnendur bankanna sem keyrðu allt í kalda kol.
Þó að "glæpurinn" sé framinn þá eru það glæpamennirnir sem eru ábyrgir en ekki lögreglan.
Hreinn Sigurðsson, 11.2.2010 kl. 07:54
Þegar bankarnir voru í ríkiseign þá voru bankastjórarnir oft að gefa veglegar gjafir í sínu nafni á kostnað bankanna.
Afdankaðir stjórnmálmenn í ríkisbankastjórastöðum hefðu örugglega ekki heldur staðist freistinguna um að taka þátt í dansinum um skjótfenginn gróða sem tókst að lokka allt íslenska bankakerfið til að taka þátt í fyrir hrun.
Man enginn eftir Sverri Hermanssyni?
Grímur (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 16:09
Það er kjarninn í seðlabankakerfinu að seilast stöðugt í vasa skattgreiðenda, þetta er arðránskerfi og hefur mulið gullið undir alþjóðlegu bankaelítuna alltof lengi. Alþjóðlegi vandinn er seðlabankakerfið og gíruga banksteraklíkan sem ræður för ásamt dilemmunni sem kölluð er " The Military Industrial Complex ", sennilega er ekkert verkefni brýnara öllum jarðarbúum en að gagna á hólmi við þessa tvíhöfða óværu, seðlabankana og hergagnaiðnaðargeggjunina...sem bólgnar út sem aldrei fyrr.
SeeingRed, 11.2.2010 kl. 16:45
Sæll Páll.
Það er alveg rétt hjá þér að Sjallarnir beri pólitíska ábyrgð að einkavæðingunni og vil ég bæta Frömmurunum við.
Frjálshyggjan sem slík er besta hugmyndafræðin og það hefur sagan sýnt. Málið er bara að einkavæðingu bankanna var klúðrað, hvort sem vankunnáttu eða einhverju öðru er um að kenna. Frjálshyggjan sem slík olli ekki þeirri kreppu sem við og fleiri þjóðir erum í heldur taumlaus lán til fólks sem ekki gat borgað úr bönkum sem stýrt var af fólki sem kunni ekki til verka. Þegar eftirlitsstofnanir eru svo heldur ekki starfi sínu vaxnar fáum við þá útkomu sem við verðum að eiga við næstu árin ef ekki áratugina.
Þorgerður Katrín sagði skömmu fyrir kosningar að það hefði ekki verið stefna Sjálfstæðisflokksins sem brást heldur fólkið. Það er alveg rétt og átti hún því sjálf að snauta og taka fleiri með sér. Ég treysti mér ekki til að kjósa Sjallana með þetta lið þarna innanborð og ég veit um fleiri sem eru sömu skoðunar. Nýtt fólk með siðferðisvitund þarf að komast þarna að.
Það er mikil fáfræði að kenna frjálshyggjunni um þessa kreppu. Ef maður keyrir fullur eigum við þá að banna bíla og áfengi? Nei, við tökum á viðkomandi óreglumanni og höldum áfram!! Ef ég hendi flösku í stéttina og brýt hana í mola bönnum við ekki glerflöskur!! Ef karlmaður nauðgar konu bönnum við ekki karlmenn! Við tökum á viðkomandi brotamanni.
Annars finnst mér svolítið sorglegt að heyra aldrei um raunverulegar orsakir þessarar kreppu sem nú hrjáir heiminn. Seðlabankar heimsins vilja auðvitað ekki að sú umræða fari hátt.
Jon (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:43
Já, mikilvægustu upplýsingarnar fara oft ekki hátt, ef að fólk almennt skildi hvernig seðlabankakerfið virkar í raun myndi það síður samþykkja það sem nothæft. Í þessum, nokkuð gamla þætti sýnist mér, er talað nokkuð tæpitungulaust um hinar raunverulegu orsakir kreppna og á vel við þá sem nú gengur yfir eins þeim sem á undan komu. http://www.youtube.com/watch?v=JdcOn6oK1r0&feature=related
SeeingRed, 11.2.2010 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.