Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Samfylkingin sökudólgurinn í Icesave
Samfylkingin er tvöfaldur sökudólgur í Icesave-málinu. Í fyrsta lagi átti flokkurinn sæti í ríkisstjórn Geirs Haarde sem lagði grunninn að ruglafstöðu til uppgjörsins. Í öðru lagi beit flokkurinn höfuðið af skömminni með því að klína klúðrinu á Steingrím J. og Svavar Gestsson.
Náttúra Samfylkingarinnar er að hlaupast undan merkjum. Það gerði flokkurinn í ríkisstjórn Geirs Haarde og ætlar að endurtaka leikinn gagnvart Vinstri grænum.
Útvarpsviðtal við Svavar Gestsson og blaðagrein Indriða G. Þorlákssonar, sem einnig var í samninganefndinni varpa ljósi á málavöxtu.
Icesave-samningurinn verður ekki betri þótt þrír flokkar deila með sér ábyrgðinni og Samfylkingin einkum og aðallega. Enda verður frumvarpið fellt þann 6. mars.
Gert ráð fyrir 6,7% vöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dagar Jóhönnu í stjórnmálum eru senn taldir. Bjartsýnishalurinn Össur Skarphéðinsson á heldur ekki langt eftir í pólitíkinni, heppinn hann að vera búinn að næla sér í góðan lífeyri.
joi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:03
Spuninn og flóttinn undan ábyrgðinni er endalaus.
Óheilindin eiga sér engin takmörk frekar en valdagræðgin og hentistefnan.
Bókstaflega viðbjóðslegur flokkur.
Karl (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.