Stjórnmálamenn og auðmenn

Forsenda endurreisnar efnahagslífsins, traust á milli viðskiptalífs og almennings er þar kjarnaatriði, er að feysknir útrásarauðmenn verði rifnir niður af stalli sínum og látnir byrja upp á nýtt á gólfinu.

Meðgjöf í formi afskrifta eða ívilnunar ríkisbanka og ríkisvaldsins til manna eins og Baugsfeðga, Ólafs Ólafssonar og Björgólfs Thors er óverjandi og gerir ekki annað en að eitra sambandið milli þjóðarinnar og trúnaðararmanna hennar á þingi og í ríkisstjórn.

Almenningur bíður eftir frumkvæði frá stjórnmálamönnum í umræðunni. Framtak Lilju Mósesdóttur þingmanns Vg lofsvert um að starfsmönnum gjaldþrota fyrirtækja verði gert mögulegt að eignast þau eftir uppskiptingu.

Umræðan á að snúast um hvernig hægt er að endurreisa atvinnulífið án atbeina útrásarauðmanna. Engin sátt verður í þjóðfélaginu um að útrásarauðmenn haldi sínu striki eftir afskriftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg hárrétt há þér Páll, en það gengur ekki þegar svona margir í stjórnsýsluni eru inblandaðir í útrásina. Sjá t.d. leynisamning Tryggva Þórs hér á DV í dag við Askar Capital http://www.dv.is/frettir/2010/2/10/askar-greiddi-lika-rekstrarkostnad-tryggva-thors-mynd/ . Það þarf uppstokkun á þingi og annari stjórnsýslu um land allt. Og bann við þátttöku í viðskiftalífinu, nema með fullri innsýn frá eftirlitsstofnun t.d. FME, að þar liggi allt frammi sem og svona samningar ef þú vilt vera á þingi. Nema að þeir viðurkenna mistök sín og snúa sér að alvöru málsins. Það hefur alltaf verið sagt:"Batnandi manni er best að lifa.

Ingolf (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband