Baugsfeðgar skuggastjórnendur Arion

Þéttriðið net hagsmuna er skýringin á því hvers vegna Baugsfeðgar fá tækifæri til að eignast Haga á ný mínus 50 milljarða afskriftir sem Arion banki tekur á sig. Á útrásarárunum varð til lokaður hópur innherja sem áttu sér sameinlæga hagsmuni og tileinkuðu sér áþekkan lífstíl.

Í innherjahópnum voru peningahákarlar í bland við bankastarfsmenn og meðhlaupara úr röðum fjölmiðla og stjórnmála. Eftir hrunið hvarf mest af peningunum en samböndin stóðu eftir sem og upplýsingar um hvernig menn höfðu hagað sér á útrásarárunum.

Tök Baugsfeðga á lykilmönnum í Arion-banka eru nægilega sterk til að bankinn baki sér óvild þorra almennings til að tryggja að feðgarnir stýri áfram Högum og eigi möguleika á að eignast fyrirtækið en skilja eftir 50 milljarða króna í skuldir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sorglegt allt saman. Það blossar upp réttlát reiði hjá almenningi vegna þessa máls, en enn á ný finnur venjulegt fólk til vanmáttar síns gegn peningavaldinu og þeim hákörlum sem aftur virðast vera að ná yfirráðum.

Það þarf alvöru byltingu. Nýja Ísland, hvenær kemur þú? Því miður er svarið "aldrei" nema fólk vakni. 

Rex (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 20:22

2 identicon

akkurat akkurat  og gósentíð fyrir alla TortÓla , stjórnvöld hljóta að hata hinn almenna borgara mjög, verkin tala auðvita  , hvar erum við stödd ? (sos)

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 20:27

3 identicon

Þetta mun vera rétt hjá Páli. Baugsfeðgar og einnig Ólafur hafa tök, sem stundum eru kölluð „hreðjartök“ á lykilmönnum bankans og stjórnmálamönnum Samfylkingarinnar. Þeir hafa vitneskju um gerðir þessara manna; mútuþægni, „compromising“ hlutir, skandala, sem halda verður leyndum, hvað sem það kostar. Auðmennirnir svokölluðu voru komnir með stóran hóp stjórnmálamanna og háttsettra embættismanna í vasann. Og ef þeir hætta að hlýða, "we will tell it all and even show some pictures".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 20:59

4 identicon

Bankinn gæti notað þessa 50 milljarða til að afskrifa skuldir 5000 fjölskyldna um 10 milljónir hvor.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:11

5 identicon

Það gleymist í þessari umræðu að útrásarvíkingar buðu í svallveislur stórum hópum manna sem m.a. starfa í bönkum og í anda gömlu mafíósa náðu þeir valdi á því folki.  Ef einhver vogar sér að spila ekki með er DV sigað á foraðið.  Til þess er það.  Þetta er opinbert leyndarmál.

Kalli (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 22:53

6 identicon

Góður punktur hjá þér Kalli, með DV. Samkvæmt gullfiskamynni okkar mynnist enginn á Baug lengur. Því fyrirtæki tókst að slá yfir eitt þúsund milljarða á nokkrum árum. Segjum að gamni 1040 milljarða. Bónus hefur starfað í 20 ár. 1040 deilt með 20 gerir 52 milljarða á ári, einn milljarð á viku. Ég held að þeirra nýja samkeppnisaðila, Jóni Sollenberger þætti vænt um að fá þá upphæð vikulega inn í veltuna hjá sér án þess að hafa áhyggjur af endurgreiðslum. Sagði ekki gamli bangsinn Jóhannes að ekkert yrði afskrifað ? Staðreyndin er að hundruðir milljarðar falla á skattgreiðendur hér á landi og hundruðir milljarðar á almenning í mörgum öðrum löndum. "Allir í Bónus", hjálpum Jóa að eignast sitt gamala fyrirtæki aftur svo sagan geti endurtekið sig.

Öddi (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:36

7 identicon

Norðmenn áttuðu sig á að bankastjórar þeirra og stjórnendur bankadeilda voru orðnir siðblint fólk. eins og er hér á landi, það er nokkuð síðan þetta var, samt var það ekki jafn svakalegt og hér hefur verið og er.

Það sem þeir gerðu í málinu var að skipta út hverju einu og einasta kvikindi í stjórnunargeira bankana, öllu helvítis staffinu.

Hvað er gert hér?  ekkert það má ekki hrófla við þessu þjófadrasli, þessi Finnur í Arionbanka lætur sem hann eigi þetta alltsaman og engum komi við hvað hann gerir, það endar með að hann fær kúlu gróðursetta í skallann.

Robert (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 00:42

8 identicon

þessir óheiðarlegu menn Baugsmenn og aðrir þeim tengdum, svo sem stjórnendur skilanefndanna halda ótruðir áfram og fá sýnar afskriftir meðan venjulegu fólki blæðir og þessum afskriftum er velt yfir á heimilin. Það er allveg sama hvað er skrifað í blöðin og talað um þetta í fréttum. Óréttlætið er núna fyrir opnum tjöldum og af því að þetta er siðlaust fólk eða siðblint þá er því allveg sama. Eina svarið er ofbeldi, svona verða terroristar til. Við svona aðstæður. VANMÁTTUR.

spessi H (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 01:20

9 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Er nokkuð nýtt í þessu? Veit ekki betur en þetta sé nákvæmlega það sem búið er að vera að tuða yfir frá hruni, þ.e.a.s. að mokað verði út úr topp stöðunum í bönkunum. Þar er ekkert að gerast, nú vinna þeir hörðum höndum af því að trygja sér allt sitt fólk - fólk sem er með tengslin við sömu aðila og þar voru fyrir hrun. Það á ekkert að breytst. Hjartanlega sammála því sem Róbert segir það átti að moka út. En þið munið hver svörin voru: Þetta fólk hefur svo mikla reynslu!!!! Veit einhver um hæfileika eða heiðarleika alls þessa fólks?

Hvað haldið þið að séu komin mörg blogg og greinar um þessi mál? Allt án nokkurs sjáanlegs árangurs og pólitíkin, sama hvar í flokki er, dansar með. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá mun hrunadansinn bara halda áfram.

Gísli Foster Hjartarson, 10.2.2010 kl. 08:36

10 identicon

Arion banki lögsækir Bjögga yngri fyrir 6 milljarða skuld. Gott og vel. Þó fyrr hefði verið. En Baugsfeðgar skulda tugi milljóna og ekkert er gert, nema líklega verða felldar niður stórar skuldir þeirra og þeim leyft að leika sér í sandkassanum eftir sem áður. Eigum við að bæta SamskipaÓla á þessa dýrmætu perlufesti bankans? Hver er munurinn á þessum málum?

Helgi (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 09:20

11 identicon

Veit nokkur nema Jón Ásgeir, Sigurður Einars, Hreiðar Már ofl. séu nú eigendur Arion banka. Hverjir eru það sem hafa keypt kröfur í gamla Kaupþing ? Þeir eru nú kallaðir kröfuhafar, engin veit hverjir þeir eru,  en þeir eru eigendur Arion banka.

Símon (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband