Ellismellir og afdankaðir vilja í ESB

Meðalaldur þeirra sjálfstæðismanna sem standa að fundarboði aðildarsinna er ískyggilega nálægt grafarbakkanum. Jafnvel með langlífi munu hvorki Ragnhildur Helgadóttir né Jónas Haralz reyna þær hörmungar sem aðild að Evrópusambandinu hefur á fullveldið. Aðild þarf að hugsa í samhengi áratuga og alda ekki mánaða og missera.

Ásamt Jónasi og Ragnhildi eru í aðildarliðinu afsettur formaður, afdankaður þingmaður og mosfellskur kappleikjaáhorfandi þekktur fyrir miður háttvíst orðbragð.

Sjálfstæðismenn sem vilja aðild að Evrópusambandinu þurfa bæði að finna sér nýjan flokk og aðra þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég hef ekki litið á Jónas Haralz sem neinn sérlegan Sjálfstæðismann.

Hann er fyrrum Kommi og líkt og faðir minn heitinn sagði, segi ég, að slíkum er vart treystandi.

Jónas var svag fyrir ofstjórn og úthlutunar sósíalisma sem kom fram til dæmis í þokka hans á Kvótakerfinu.

Frábið mér þvílíkt lið, sem er tilbúið til, að afhenda erlendu valdi yfirráð yfir okkar auðlindum, með einum eða öðrum hætti.

Tel  EES aðildina gróf mistök og óráðsíu, hvar menn ekki skoðuðu skemmdarverkin sem gátu orði vegna ,,Fjórfrelsisins" sem reynist nú helsi ungs fólks sem kýs að gera okkar land að vettvangi sinna starfa meðan öndin er enn í skrokki þeirra.

Miðbæjaríhaldið

Þjóðlegur umbótasinni

Bjarni Kjartansson, 9.2.2010 kl. 09:17

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Nokkrir Pappírs Pésar.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.2.2010 kl. 10:41

3 Smámynd: Sævar Helgason

Það er greinilega komið gat í varnargarðinn hjá einangrunnarsinnum í Sjálfstæðisflokki... Hvenær verður flóðbylgjan ?

Sævar Helgason, 9.2.2010 kl. 10:51

4 identicon

Ég held að Sævar Helgason geti eins beðið eftir Nóa flóðinu eins og þessari flóðbylgju sem hann heldur að komi til fylgilags við ESB trúboðið !

Varnargarðar okkar sjálfstæðis- og fullveldissinna sem höfnum eindregið ESB aðild eru bæði traustir og strekir og þola alveg að svona einstaka aflóga lið fljóti þar yfir affallið, það verður aldrei meira en smá spræna sem ekkert munar um í hlandkoppa ykkar ESB- landsölumanna !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband