Stiglitz vill ESB-vörn fyrir Grikki

Grikkland stefnir í annað tveggja gjaldþrot eða þjóðfélagslega upplausn vegna niðurskurðar ríkisútgjalda samhliða launalækkun yfir línuna. Joe Stiglitz hagfræðingur er ráðgjafi grísku ríkisstjórnarinnar. Hann fer fram á stuðning bræðraþjóða Grikklands í Evrópusambandinu sem hafa dregið lappirnar.

Stiglitz segir spákaupmenn herja á Grikkland líkt og þeir gerðu gagnvart Hong Kong 1997/1998. Til að verjast þessum árásum verði að bregðast eins við, þ.e. hækka vexti og grípa inn í hlutabréfamarkaðinn.

Evrópusambandið stendur frammi fyrir tveim kostum og hvorugum góðum. Í fyrsta lagi að bjarga Grikklandi, t.d. með því að hækka vexti, sem hentar efnahagskerfum þjóða í Norðurhluta álfunnar ekki vel. Eða að láta Grikkland róa sem er ekki ýkja góð auglýsing fyrir evrópska samstöðu.

Gangi það fram að Grikkir verða dregnir að landi, sem er líklegast, munu Þjóðverjar krefjast þess að ESB fái stóraukinn íhlutunarrétt í málefni einstakra ríkja til að Suður-Evrópuþjóðir fari ekki að gera út á þýska ríkissjóðinn.

Hér umfjöllun um stöðuna í Grikklandi í kvöld í Telegraph.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eins gott að vera með íslensku krónuna okkar. Hún er svo sterk að það ræður enginn vitiborinn fjárfestir við að hreyfa hana.

 Soros og breska pundið var bara gamni. Það munu engir áhættustjóðir taka stöðu í íslensku krónunni OKKAR enda er hún eru slíkar stöður ávísanir á tap fyrir fjárfesta vegna öflugs seðlabanka.

Íslenska krónan mun verða mjög stöðug gagnvart öðrum myntum í framtíðinni, tryggja stöðugleika sem umheimurinn mun öfunda okkur af, lága verðbólgu og lægstu raunvexti í Evrópu og USA.

Ísland þarf ekki AGS, ESB, EES eða almennt samskipti við aðrar þjóðir. Íslenska þjóðin lifir á landbúnaði og fiski, og þarf ekki samskipti við aðrar þjóðiar, eins og Styrmir Gunnarsson hefur útskýrt svo vel.  

 Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn að renna hugmyndafræðilega miklu nær VG í mikilvægum málum, svo sem andstöðunni til ESB, EES, afmáni hernaðarsamvinnu á Vesturlöndum, Ísland fyrir Íslendinga með íslenskri krónu, þjóðlegar áherslur í öndvegi.

Íslandi allt!  ALLT!

Sigrún (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 03:00

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sigrún, þú hljómar eins og háskólaprófessor í tilvistarkreppu sem bullar á nóttu og notar lyfjaskápinn til að halda sér vakandi á daginn.

Páll Vilhjálmsson, 9.2.2010 kl. 08:24

3 identicon

LOL :D

Svona á að flengja þetta heilaþvegna mussulið!

Frank M (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 05:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband