Sunnudagur, 7. febrúar 2010
Ríkisstjórnin örmagna og vill Framsókn með
Ríkisstjórn Jóhönnu er komin á endastöð. ESB-ruglið, Icesave-klúðrið, fyrningar-fokkið og almenn ákvarðanafælni er alþjóð augljós. Skilaboðin eru farin að síast inn í vitund stjórnarflokkanna að þeir verða rassskelltir í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Samfylkingin mun fá sýnu verri útreið en Vinstri grænir.
Samfylkingarmenn standa á bakið við þann orðróm um að Framsóknarflokkurinn sé á leiðinni í ríkisstjórn. Formaður Framsóknarflokksins hefur þurft að neita áburðinum.
Dauðahryglan í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir mun yfirskyggja alla aðra pólitíska umræðu þangað til ríkisstjórnin biðst lausnar.
Athugasemdir
Ríkistjórnin hefur heimild til að sitja, en setan er siðlaus. Jóhanna er hrædd og umkomulaus og hún skilur ekki af hverju þjóðin hrópar ekki húrra fyrir henni.
Hún byrjaði á Evrópusambandsaðild og gaf ekki tommu eftir. Það var eins og það væri allt sem vantaði til bjargar bráðavanda heimillanna.
Þá kom í ljós að það þurfti að borga Bretum og rolum þeim áhangandi peninga til baka, svo Evrópa samþykti okkur. Vandin var hinsvegar sá að við höfðum aldrei fengið þessa peninga og þersvegna ómögulegt að að skila því sem við höfðum aldrei fengið.
En það er líkt með kúk og skít og þersvegna skilur Steingrímur þetta aldrei.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2010 kl. 16:27
Það væri óskandi að hér væri ríkisstjórn sem þyrði að taka á kvótaruglinu. Því miður eru ekki aðrir kostir skárri í því máli.
Sigurður Þórðarson, 7.2.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.