Samfylkingin þvær hendur sínar af Icesave

Eins og við manninn mælt taka samfylkingarmenn vísbendingu Kristrúnar Heimisdóttur í grein i Fréttablaðinu í dag: Icesave-samningurinn er alfarið á ábyrgð Vinstri grænna. Fjármálaráðherra skipaði vildarvin sinn og pólitískan fóstra, Svavar Gestsson, yfir samninganefndina og sá fargaði hagsmunum Íslands.

Samfylkingarlínan um Icesave-málið kemur heim og saman við náttúru flokksins, sem er að sækjast eftir völdum en afneita allri ábyrgð.

Jóhanna forsætis er farin í vetrarfrí, líklega vegna þess að jafnvel henni líður ekki vel með aðferð Samfylkingarinnar við að láta Steingrím J. dingla einan í snörunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Samfylkingin er að undirbúa undanhaldið  þegar hún fær rauða spjaldið við birtingu rannsóknarskýrslunnar.  Þessi stjórn lafir í mesta lagi fram í miðjan mars ef þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram. Ef hún fer ekki fram þá gæti stjórnin sprungið fyrr

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.2.2010 kl. 19:27

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

VIð eigum svo mikið af aumkunarverðum "wanabies" í íslenskri pólitík að það hálfa væri nóg. Það eru leitun að fólki þarna sem að maður virðist geta hlustað á og koma heiðarlega fram. Aumkunarverð er þjóð vor að hafa þetta lið allt í brúnni nú sem endranær.
Vona að blessuð hrunskýrslan skjóti mikið af þessu liði sem hæst hefur látið á bólakaf.

Gísli Foster Hjartarson, 6.2.2010 kl. 20:18

3 identicon

Steingrímur J. ber ábyrgð á dýrustu einkavinavæðingu sögunnar.  Steingrímur er sá sem hefur orgað hæst á torgum um fyrirlitningu einkavinavæðingar annarra stjórnmálamanna.  Hann var ekki fyrr búinn að stilla ráðherrastólinn þegar hann einkavinavæddi félaga sinn, þekktan fjármáladólg í stól formanns bankaráðs Kaupþingsbanka.  Sá var hrakinn úr starfi eftir 2 daga.  Steingrímur er sennilega eini Íslendingurinn sem ekki þekkti fjármálabrölt vinarins.  Eða það var hans skýring.  Hver verður skýringin hans þegar hann neyðist til að afneita Svavari?  Bendir á ábyrgð fjarstadds þó svo að hann hefur endilega bera ábyrgðina sjálfur?  Hvað verður það sem Steingrímur vissi ekki um átrúnaðargoðið sitt?  Er ekki löngu kominn tími til að dæma ráðherra og stjórnmálamenn fyrir þjóðardómstól sem hafa brotið jafn gróflega í starfi og Steingrímur J. Sigfússon einkavinavæðari?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 21:03

4 identicon

Samfylkingin er safnhaugur íslenskra stjórnmála.

BH (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 21:50

5 Smámynd: Elle_

Já, hvers vegna hafa ekki sjórnarflokkarnir verið sóttir til saka vegna Icesave-glæpsins?  Hvað munu þau komast upp með að ganga langt í kúgunum gegn þjóðinni áður en þau verða sótt til saka og vikið burt úr stjórn.  Ætla stjórnarandstæðingar ekki að krefjast rannóknar á stórundarlegum framgangi þeirra í Icesave-málinu, leggja inn kæru og lýsa yfir vantrausti, þótt tæpt ár sé komið af ofbeldinu?  Og hví ekki???

Elle_, 6.2.2010 kl. 23:40

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Guðmundur 2.  Þar með þarf ég fátt að segja sjálfur.  hvort ert þú húnvettningur eða mýrdælingur? Biðst velvirðingar á notkun þíns vallar Páll.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2010 kl. 02:08

7 identicon

Þingeyingur að vísu nokkuð aftur í ættir.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 03:12

8 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Skítadreifari samfylkingarinnar hefur verið í gangi alveg frá hruni fjármálakerfisins. 

Hingað til hefur honum verið beint að sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum til að gera lítið úr ábyrgð samfylkingarinnar á hruninu. 

En það er til marks um verulega bresti í stjórnarsamstarfinu ef VG eru orðnir skotmark skítadreifara samfylkingarinnar

Hreinn Sigurðsson, 7.2.2010 kl. 10:38

9 identicon

"Steingrímur J. ber ábyrgð á dýrustu einkavinavæðingu sögunnar. " 
Halló - hefur þú verið staddur á tunglinu síðustu 18 ár?

Helga SG (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband