Tvöfaldur glæpur Arion

Arion banki vinnur gegn samfélaginu sem bankinn á að þjóna. Í tilfelli Haga er bankinn sekur um tvöfaldan glæp. Í fyrsta lagi með því að selja Haga í heilu lagi og þar með einokunarstöðu sem fyrirtækið hefur á smásölumarkaði. Í öðru lagi að leyfa aðkomu Baugsfeðga, Jóns Ásgeirs og Jóhannesar, að fyrirtækinu sem þeir settu á hausinn.

Samþjöppun auðs var forsenda fyrir útrásinni sem leiddi yfir okkur hrunið. Baugsfeðgar notuðu yfirþyrmandi stöðu sína á smásölumarkaði til að útiloka samkeppni. Arði af fákeppnisrekstri var veitt í áhættufjárfestingar hér heima og erlendis.

Arion leggur grunn að nýrri útrás Baugsfeðga með því að leyfa þeim að halda Högum.

Við eigum að setja viðskiptabann á Arion banka.


mbl.is Ýmsar leiðir færar við að tryggja dreifða eignaraðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alger skandall, að leyfa Baugsfeðgum að kaupa Haga aftur með þeim peningum sem Arion banki ætlar að afskrifa vegna 1998 ehf.

Það væri lágmark, að láta þá gera upp allar skuldir við bankana, án afskrifta, áður en bankarnir fara að færa þeim ný auðævi upp í hendurnar.

Þessi leið, að setja 85% af Högum á almennan markað, er eingöngu aðferð til þess að koma félaginu í hendur Baugsfeðga á ný og fá frið til að afskrifa 30-40 milljarða af 1998, svo minna beri á.

Svo er spurningin, hver vill kaupa hlut í félagi, sem svona menn stjórna?

Axel Jóhann Axelsson, 6.2.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En hvað um samkeppniseftirlitið?  eða efnahagsráðherrann?  Eiga ekki stofnanir þjóðfélagsins að taka á þessu frekar heldur en einkabanki sem er að mestu í höndum kröfuhafa sem vilja bara hámarka virði skulda og gefa skít í þjóðfélagslega ábyrgð.  Annars finnst mér Finnur Sveinbjörnsson koma sérstaklega illa útúr þessum tilfæringum öllum vegna þess að hann er með puttana í þessu og honum er stjórnað af skuggaböldrum sem ráða skilanefndunum. Tengsl Árna Tómassonar virðast ná útí allar skilanefndirnar 3 og kannski líka skilanefndir Straums og Spron? Nú þarf að staldra við og gera opinbera rannsókn á hvað er í gangi innan bankanna. Gott væri ef Eva Joly væri beðin að taka það verkefni að sér. Allavegana er það ekki líðandi öllu lengur að verið sé að afskrifa skuldir dólganna í tugum milljarða án þess að um það sé einu sinni rætt eða til þess kosin yfirvöld hafi nokkuð um það að segja.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.2.2010 kl. 11:09

3 identicon

Í  viðtali í Kastljósi í gærkvöld marg endurtók Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka að Hagar hefðu verið byggðir upp af myndarskap.   Þess  vegna  væri nauðsynlegt að gæta þess að fyrri eigendur og stjórnendur yrðu áfram stórir hluthafar og stjórnendur í fyrirtækinu  - væntanlega til að halda áfram myndarlegri  uppbygginu.   Það hefur komið fram að líklega þarf að afskrifa 30 – 40 þúsund milljónir vegna þessarar „myndarlegu“ uppbyggingar. 

Hverjir hafa setið á fundum með Finni Sveinbjörnssyni og eru líklegir til að hafa sannfært  hann um allan myndarskapinn – aðrir  en stjórnarformaðurinn og forstjórinn?

Lárus Ólafsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 11:17

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hættum einfaldlega að versla við bæði fyrirtækin

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.2.2010 kl. 11:47

5 identicon

Myndi SP-Fjármögnun leyfa manni að halda áfram rekstri á bíl sem maður skuldar 10 milljónir í og getur ekki greitt?

Nei.

Finnur spilar sama leikinn og við höfum séð svo margoft hingað til. Það virðist bara ekki vera til heiðarlegt fólk í stjórnum bankanna okkar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 11:52

6 identicon

thetta er eins og med álftnesinginn og frjálsa fjárfestingabankann, FF sýndi enga miskunn og madurinn greip til örvaentingarráda og braut húsid sitt nidur. Mér sýnist ad ef glaepurinn er nógu stór ad thá er allt í lagi med thad á íslandi, settu heila thjód á hausinn og thad má ekki snerta thig en ef thú ert lítill fiskur á álftanesi má rodfletta thig inn ad beini, margir sem ég thekki vilja flytja burt enda er thetta ordid verra en í Sudur Ameríku og sums stadar í Afríku, skuldakvedja tóti

tóti (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 12:05

7 identicon

Rétt hjá Páli.

Allir á Austurvöll kl 15 í dag til að mótmæla vinnubrögðum bankanna.

Halldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 12:38

8 identicon

Svo lengi sem þið haldið áfram að versla við Bónus og Hagkaup þá getið þið ekki verið að nöldra.

Jóhann E. (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 13:07

9 identicon

Hvað vita margir að latneska tegundarheitið yfir skaðræðis spánarsnigilinn er Arion Vulgaris?

Jóhannes (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 13:32

10 identicon

Hvar eru frétta og blaðamenn nú?

Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus hélt því fram í drottningarviðtali sem hann tók við sjálfan sig í Kastljósi að ekkert yrði afskrifað vegna hans og hans fjölskyldu.

Stenst það?

Jón Ásgeir Jóhannesson lýsti því yfir að þrír ónefndir erlendir aðilar væru tilbúnir að leggja 16 milljarða inn í fyrirtækið.

Hvar eru þeir peningar?

Hvað varð um Malcolm Walker, forstjóri Iceland keðjunnar sem Stöð2 fór sérstaklega að hitta til Englands sem sagði að hann ætlaði jafnvel að veðja á þá feðga með að kaupa sig inn í dæmið, væntanlega til að taka þátt í að setja á svið lokaþáttinn í leikritinu um réttlætingu þess að Bónusfeðgarnir geta haldið áfram að pönkast á þjóðinni?

Hvers vegna fullyrðir Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka að Jón Ásgeir komi ekkert að þessum samning? 

Hvernig veit hann hvað er að gerast bak við tjöldin hjá þessum virtustu sonum þjóðarinnar, og hvers vegna telur hann sig þurfa að gefa út sérstaka yfirlýsingu þess eðlis? 

Er hann ekki þess verður að gerast eigandi?

Hvernig hefur hann tryggt að það geti ekki gerst og hvers vegna, ef að Jóhannes er talinn þess verður að vera lykileigandi Haga eftir það sem á undan er gengið?

Sagðist Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri ekki vera í neinni aðstöðu til að dæma menn og yrði að starfa eftir því, í Kastljósviðtali, þegar hann var spurður út í viðskipti bankans og Ólafs Ólafssonar með Hafskip?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:36

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það eru að verða þrjú ár síðan ég ákvað að kaupa ekkert frá Bónus nema ég væri í vandræðum með fóður.  Það er skémst frá því að segja að það hefur gerst.  Þar sem Bónus er búin að drepa af sér alla samkeppni.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.2.2010 kl. 17:21

12 Smámynd: Elle_

Það er með öllu ólíðandi að þessir menn fái aftur fyrirtækið eða fái að eiga eða reka fyrirtæki í landinu yfir höfuð.  Það er líka óþolandi að ríkisbankastjóra skuli detta það í hug og leyfast að ganga svo langt.  Það gerir hann vanhæfan og getur ekki liðist að hann stýri bankanum lengur.  Við búum ekki í peningalandi, við búum í landi mennskra manna.

Elle_, 6.2.2010 kl. 23:48

13 Smámynd: Elle_

(11:17): Það eru milljarðar, ekki milljónir, -kannski misskrifaðirðu bara orðið. 

Elle_, 6.2.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband