Samstaða eða samsæri?

Stjórnmálaflokkar, hvaða nafni sem þeir heita, eiga ekki inni hjá þjóðinni þolinmæði. Þegar formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja í gærkvöld að það stefni í samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afstöðuna til Icesave þá þarf það samkomulag að liggja fyrir sem fyrst.

Það vekur tortryggni þegar forysta Sjálfstæðisflokksins pantar ályktun frá Heimdalli sem blessar samkomulag sem ekki er enn búið að kynna.

Stjórnarandstaðan hefur staðið vaktina gegn Icesave-klúðri ríkisstjórnarinnar. Fyrir það á hún lof skilið.  Lofsöngurinn mun snarlega þagna  ef Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð svíkja okkur.


mbl.is Fagna samstöðu á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Mæltu manna heilastur, þeirra fylgi varir á meðan þeir styðja þjóðina.

Ef þeir styðja Jóhönnu, þá fá þeir hennar fylgi, um það bil 30% er til skiptanna.

Það er ótrúlegt að stjórnarandstaðan skuli ekki skynja þá strauma sem liggja að baki ICEsave andstöðu þjóðarinnar.  Þeir þyrftu ekki annað en að lesa um landhelgisdeiluna til að skilja sálarlíf þjóðarinnar, hún sættir sig ekki við ofríki.

Aðeins dómstólar geta sætt hin ólíku sjónarmið, ekki "sátt" pólitíkusa.  Á þetta bentu þeir Sigurður og Jón Steinar.  Það er saga  til næsta bæjar að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli ekki lesa grein eftir þessa lykilmenn í flokknum.  

En vonandi les hún þig.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2010 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband