Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Andstæðir hagsmunir þjóðarinnar og Jóhönnustjórnar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Í Kastljósviðtali í kvöld segir hún að ekki sé hægt að fá Breta og Hollendinga aftur að samningaborði. Eini möguleikinn sé að fá smávegis afslátt af klúðurssamningnum frá í sumar.
Þau Jóhanna og Steingrímur J. hafa beinlínis hag af því að Ísland fái ekki betri samning um Icesave-reikningana. Pólitískt fjárfesting skötuhjúanna í Icesave-samningunum er meiri en svo að Steingrímur J. og Jóhanna hafi efni á að Ísland fái betri samninga.
Niðurstaðan er óhjákvæmileg: Til að Ísland fái betri samning verður ríkisstjórnin að segja af sér.
Athugasemdir
Sammála!
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.2.2010 kl. 21:32
Sammála, auk þess sem þetta hefur lengi legið fyrir: Betri samningur felur í sér pólitískt skipbrot ríkisstjórnarflokkanna og þeir mega ekki til þess hugsa hvað þá kann að taka við. Þeir eru á milli steins og sleggju - catch 22.
Eina ráðið fyrir þá er að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað við samningsgerðina - eins og Jóhanna reyndar gerði í Kastljósinu - og að taka verði þráðinn upp að nýju við Breta og Hollendinga. Þetta er spurning um manndóm og ekkert annað.
Hrímfaxi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:04
ég vil fá að kjósa um Icesave, og í kjölfarið tökum við á afleiðingunum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.2.2010 kl. 23:29
Guð blessi Ísland,
Ég kannast við þessa byrjun frá einum mesta snillingi í hagfræði. Persónulega eiga allir Íslendingar að segja nei við þessu og já auðvitað er ríkisstjórnin algjört djók. En er ekki rétt að sú stjórn sem ber upprunalega ábyrgð á þessu er D+F og það sem er mest fyndið er að þeir tala eins og þeir eigi Ísland ennþá í dag.
En hvað er eftir?
Munu Íslendingar nota gullfíska minnið sitt eina ferðina enn í þeirri von um að sjálfstæðismenn hugsi um einhvern annan en sjálfan sig?
Að mínu mati er stjórnarkreppa hér á Íslandi og á hverjum degi er ég missa meiri og meiri virðingu fyrir öllu sem er gert í nafni ríkisins. Það vantar algjörlega hneturnar undir þessa stjórnmálamenn eins og það var til staðar í þorskastríðinu.
Í stuttu máli þá skiptir það nákvæmlega engu máli hverjir eru við stjórn því það er ekki einn þingmaður á þingi í dag með viti! Takið upp vaselinið og vonist eftir því að það verði ekki of þurrt!
Vil minna á þar sem það eru liðnar meiri en 3 sekúndur "Guð blessi Ísland"
lol :D
BG (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.