Kratar gegn fullveldi

Alþýðuflokksmenn vildu ekki fullveldi Íslands 1918; Ólafur Friðriksson ritstjóri Alþýðublaðsins var með þeirra sem voru á móti. Kratar voru á móti stofnun lýðveldis 1944, þeirra á meðal Hannibal Valdimarsson lengi þingmaður Alþýðuflokks og ritstjóri Alþýðublaðsins.

Kemur þá til sögu sonur Hannibals sem var jafnframt ritstjóri Alþýðublaðsins.  Jón Baldvin Hannibalsson stóð fyrir atlögunni að fullveldinu sem hófst með því að hann gerði aðild að Evrópusambandinu að kosningamáli árið 1995.

Samfylkingarkratar tóku upp merkið með Össuri Skarphéðinssyni, og jú hann var líka ritstjóri Alþýðublaðsins

Íslands ólán er að kratar fyrir sakir hrunsins náðu 29 prósentum atkvæða í kosningum á sama tíma og liðleskjur stóðu í brúnni hjá þjóðfrelsisvinstrinu. Hvorugt gerist aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað hefur stjórnmálasagan skolast til í haus blaðamannsins. "Alþýðuflokksmenn vildu ekki fullveldi Íslands 1918". Þessi sagnfræði virðist fengin úr skrifum Einars Olgeirssonar og annarra ástvina íslensks fullveldis og á ekki nokkra stoð veruleikanum. Flokkurinn vildi ekki skilnað frá Danmörku árið 1918 -- en það vildu nú reyndar fæstir Íslendingar á þeim tíma. "Kratar voru á móti stofnun lýðveldis 1944 ..." Vissulega voru ýmsir málsmetandi kratar á meðal þeirra sem vildu bíða til loka síðari heimsstyrjaldar með að segja upp sambandinu við Dani, en þar í hópi voru líka margir sem aldrei voru kenndir við þá stjórnmálastefnu. Ég hygg nú að enginn þeirra hafi þó haft nokkuð á móti stofnun lýðveldis, en þeim fannst einfaldlega að rétt væri að sýna Dönum þá kurteisi að segja ekki upp sambandinu á meðan þeir voru undir járnhæl Þjóðverja. Í þessu fólst aftur á móti engin andstaða við stofnun lýðveldis, enda tóku þingmenn Alþýðuflokks fullan þátt í stofnun þess.

Að lokum: þjóðernisjafnaðarmenn (þ.e. nasjónalsósíalistar á útlensku) fylkið liði undir merkjum foringjans!

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:03

2 identicon

Þeir vildu líka bakka í þriðja þorskastríðinu. Sögðu hættu á að landið myndi einangrast ef við héldum kröfum okkar fram. Það virðist sem kratar þori bara ekki að fara að heiman. Þeir eru eins og fimmtugur piparsveinn sem neitar að að standa á eigin fótum því hvað? Hann hefði ekki mömmu til að tala við og þyrfti kannski að læra að borga reikninga sjálfur. Þetta er aumkunarvert fólk. Litlir púðluhundar sem gelta og gjamma allan liðlangan daginn.

Dagga (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 17:39

3 identicon

Kratar eru verstir.

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 20:25

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sigurður, í bezta falli er hægt að segja að íslenzkir kratar hafi sem hópur verið hvað minnst áhugasamir um fullveldi og síðar sjálfstæði frá Danmörku. Þeir voru svo sannarlega engir sérstakir hvatamenn þess að slík skref væru tekin og ef annarra hefði ekki notið við er spurning hvort af því hefði nokkurn tímann orðið. Sennilega ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband