Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Véfrétt bjargar ekki Steingrími J.
Lygabunan stóð upp úr Steingrími J. áður en skrifað var undir lélegustu milliríkjasamninga lýðveldissögunnar um uppgjör á Icesave-reikningunum. Steingrímur J. reyndi að ljúga því að þjóð og þingi að Bretar og Hollendingar krefðust trúnaðar á samningnum og því mætti ekki kynna efnisatriði hans.
Lygaþvæla Steingríms J. byrjaði með því að hann sagði á þingfundi á mánudegi að ekki stæði til að ganga fram samkomulagi um Icesave á næstunni, aðeins könnunarviðræður færu fram. Á miðvikudegi í sömu viku var kominn samningur.
Í gær sagði hollenskur embættismaður að íslensk stjórnvöld hefðu logið að sér um stöðu Landsbankans í aðdraganda hrunsins. Steingrímur J. býr til hálmstrá úr þessari frétt og ætlast til að þjóðin trúi spuna um að leyndardómsfullar upplýsingar útskýri hvers vegna íslensk stjórnvöld urðu að gera Icesave-samninginn.
Reyndu annan, Steingrímur J.
Erfið samningsstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ert þú marga daga að skrifa undir samning Páll? Ég held þú ættir að sleppa gífuryrðunum. Samkvæmt þínum málflutningi og annarra sem taka undir með þér mætti ætla að Steingrímur hafi gefið leyfi fyrir þessum svikareikningum þessa svikafyrirtækis sem kenndi sig ranglega við banka
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2010 kl. 14:12
Lygar þessarar ríkisstjórnar og svik við almenning verða aðeins bornar saman við lygar og svik ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar.
Mér er óskiljanlegt að fólk sætti sig við þetta.
Karl (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 14:29
Jóhannes, það tekur ekkert langan tíma að skrifa undir samning. Það tekur hins vegar oft langan tíma að ná samningi, sérstaklega ef mál eru flókin og snerta framtíð þjóðar.
Steingrímur sagði á mánudegi, að engar samningaviðræður stæðu yfir, aðein þreifingar á milli manna og ekki yrði skrifað undir neinn samning á næstunni.
Á miðvikudagskvöldi, tveim dögum síðar, var þessi armi Icesave samningur undirritaður, með vitund og vilja Steingríms J.
Ef þetta eru ekki lygar, hvað þá?
Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2010 kl. 14:44
Axel, þú getur auðvitað túlkað hlutina eftir þínum haus en mér finnst þá nær að beina gagnrýninni að Svavari Gestsyni sem sagði í viðtali að hann hefði ekki nennt að hanga lengur yfir þessu. Það er ámælisvert. Að tala um að samningaumræður hafi staðið yfir eins og verið hafi að skrifa upp samninginn er örugglega frjálsleg túlkun. Bretar og Hollendingar hafa verið með þetta tilbúið og viðræðurnar meira svona þóf um prósentur. Ég er viss um að ekki stóð til að skrifa undir á þessum tímapunkti og því skulu menn fara varlega í að væna ráðherra um lygar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.2.2010 kl. 15:00
Málefnalegur blaðafulltrúi segi ég nú bara. Sannarlega fengur fyrir Rannsóknamiðstöð Íslands að hafa jafn hófstilltan málsvara á sínum snærum. Vonandi leiðréttir hann lygaþvælu þeirra Steingríms og Jóhönnu þegar hann landslýð vísindastefnu ríkisstjórnarinnar, því að ég veit ekki betur en að hann þiggi launin sín fyrir það starf -- nema að hann sé kominn á spenann hjá meistaranum í Hádegismóum.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.