Forsetinn afhjúpar umboðsleysi Samfylkingar

Samfylkingin er umboðslaus flokkur sem keyrði lágkúrulega kosningabaráttu - ESB leysir okkar vanda - og knúði samstarfsflokkinn til að svíkja kjósendur sína. Ríkisstjórn Samfylkingar gerði ömurlegustu milliríkjasamninga lýðveldistímans og reyndi með lygum og blekkingum að lauma samþykkt þeirra í gegnum alþingi.

Með því að vísa Icesave-frumvarpi til þjóðarinnar afhjúpar forsetinn umboðsleysi Samfylkingarinnar svo undan svíður.


mbl.is „Taktu leikhlé, herra forseti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér að öllu leiti. Margir halda að ganga inn í ESB bjargi okkur út úr vandanum og með upptöku Evru lagist allt

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kannski að skríða inní ESB sé bara ekki lengur í boði?  Nú eru miklar hræringar í efnahagsmálum ESB og ekki líklegt að þeir vilji bæta einum langlegusjúklingnum við á bráðadeildina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.2.2010 kl. 14:48

3 identicon

Því meira sem kemur frá slíkum mannvitsbrekkum eins og Karli Th. Birgissyni, því betra fyrir okkur sem erum tilbúnir að berjast alla leið fyrir hagsmunum þjóðarinnar um alla framtíð.  Þeir fara ekki saman með hagsmunum Samfylkingarinnar eða öðrum sem taka erlenda hagsmuni fram yfir þjóðarinnar, eins og öllum ætti að vera orðið vel ljóst.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 14:48

4 identicon

Áður fyrr mér áður brá!  Hér áður fyrr mærðu Samfylkingarmenn eins og þessi Karl Th. Birgisson, Ólaf Ragnar sem "sinn mann" í embætti forsetans. 

Allt sem hann gerði fram að synjun Icesave-óværunnar, var satt og rétt og alveg samkvæmt hjartalagi Samfylkingarinnar.

En nú lítur Samfylkingarfólk á Ólaf sem svikara, af því að hann tók afstöðu með þjóðinni, en gegn vilja Samfylkingarinnar, sem lítur á Icesave-ánauðarinnar sem brú á milli Íslands og ESB.  Þar að auki er Ólafur farinn að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi, hlutverk sem ríkisstjórnin ætti að sjá um, en er ófær um og hefur auk þess engan vilja til þess.

Þetta er náttúrulega örgustu svik og helgispjöll af Óalfi í augum Samfylkingarfólks að gera þetta.  Og nú keppast hermaurar í blogg-fótgönguliði Samfylkingarinnar að láta í ljós vandlætingu sína á Ólafi, en var fyrrum "household name" hjá Samfylkingunni. 

Þessir hermaurar eru nú organdi á öllum miðlum og eru harmi nær yfir þessu, því þeir vita jafnframt að tími Samfylkingarinnar í landsmálum er að renna út.  Trúverðugleiki Samfylkingarinnar hjá 70% af þjóðinni er nú loksins farinn eftir áralangar blekkingar Samfylkingarinnar og áróðursmaskínu hennar

Gunnar Lárus Tryggvason (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 15:02

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur félagar við eigum í stríði við umheiminn pólitísku stríði spillingar og fégræðgi þar spilar Samfylkingin með gegn þjóð sinni, við verðum að verjast.

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 15:15

6 identicon

Sammála Sigurði Haralds, verðum að berjast gegn þessum "mannvitsbrekkum" í Samfylkingunnir sem allt þykjast vita betur og hafi einkarétt á sannleikanum, halda þeir.

Samfylkingin er reyndar löngu gengin í ESB, enda miðast efnahagsstefna hennar við efnhag ESB sbr. Icesave-klafann og viðvarandi hátt atvinnuleysi.

Gunnar Lárus Tryggvason (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 15:39

7 identicon

KRATAR ERU VERSTIR ALLRA

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband