Sunnudagur, 31. janúar 2010
Flokksþreytan staðfest
Stjórnmálaáhugi er aldrei meiri en í dag, það sést á umræðum í þjóðfélaginu, þátttöku í undirskriftarlistum og meðvitund um jafn flókin og leiðinleg mál og Icesave. Áhugi almennings á stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum er á hinn bóginn lítill. Þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík gær var 34 prósent. Útkoma Sjálfstæðisflokksins í borginni um síðustu helgi var álíka. Í Hafnarfirði er sömu sögu að segja, þótt hafnfirskir samfylkingarmenn hafi verið duglegri að mæta á kjörstað en sjálfstæðismenn.
Stjórnmálaflokkar standa höllum fæti vegna þess að þeir eru hluti af kerfinu sem brást í hruninu. Krafa um endurnýjun er hávær en það er seigt í flokkum sem komnir eru í ákveðna stærð. Fólk sem reynir fyrir sér í fyrsta sinn þarf tíma til að læra listina að vera frambjóðandi.
Gjáin sem staðfest er á milli stjórnmálaflokka og almennings er óheppileg en um margt eðlileg. Fólk finnur stjórnmálaáhuga sínum annan farveg. Stjórnmálaflokkum bíður á hinn bóginn það verkefni að sannfæra fólk um að þeir séu til einhvers nýtir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.