Svikamylla 365 og Haga

Arion banki á Haga en leyfir Jóni Ásgeir Jóhannessyni og föður hans að reka matvörukeðjuna. Jón Ásgeir sölsaði undir sig 365 miðlum, Fréttablaðinu og Stöð 2, með kafbátaviðskiptum rétt eftir hrun. Feðgarnir láta Haga kaupa auglýsingar hjá Fréttablaðinu til að fríblaðsútgáfan gangi upp.

Þetta er sami leikur og feðgarnir léku þegar þeir keyptu undir fölsku nafni Fréttablaðið árið 2002. Þá var Baugur almenningshlutafélag sem þeir feðgar stýrðu. Auglýsingafé frá Baugi stóð undir útbreiðslu Fréttablaðsins.

Arion banki lætur sér vel líka að vera hafður af fífli og er með tvær stórar auglýsingar í Fréttablaðinu í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll.  Takk fyrir skrifin en ég hefði sagt:  Jón Ásgeir sölsaði undir sig 365 miðla (um), Fréttablaðið (nu) og Stöð 2.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 30.1.2010 kl. 16:20

2 Smámynd:  (netauga)

Hvernig á nokkur maður að skilja þetta ?

(netauga), 30.1.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Satt segirðu, enda verður það mitt fyrsta verk að fara með öll mín viðskipti frá Arion banka þegar og ef af þessu verður.

Ég vona bara að sem flestir viðskiptavinir bankans geri slíkt hið sama.  Þetta skal aldrei verða liðið.

Nú þegar hafa þeir rétt Ólafi Ólafssyni Samskip að nýju, maður sem ég tel að eigi hvergi annarsstaðar heima en á bak við lás og slá !!!

Sigurður Sigurðsson, 30.1.2010 kl. 17:58

4 Smámynd: Björn Birgisson

Nógu er nú allt þetta sjúkt. Ekki þarf að bæta þágufallssýkinni við!

Björn Birgisson, 30.1.2010 kl. 18:25

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þakka leiðréttinguna, Ben.Ax. - læt villuna samt standa til áminningar.

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2010 kl. 18:38

6 identicon

Sammála Sigurði ég ætla mér að færa öll mín viðskipti sem firrst, tek engan séns þessi banki á eftir að fara áhausin ef hann er það ekki þegar.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband