Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Landnámið og aðildarsinnar
Fréttin um afrakstur rannsókna á Hofstöðum í Mývatnssveit rifjar upp áhlaup aðildarsinna á Íslandssöguna síðast liðið haust. Af óútskýrðum ástæðum er Evrópusambandssinnum í nöp við viðurkennda þekkingu á landnámi Íslands og grípa hvert tækifæri til að gera hana tortryggilega.
Í haust skrifaði Páll Theodórsson eðlisfræðingur grein í Skírni um að landnámið væri 200 árum eldra en almennt er viðurkennt. ESB-RÚV hélt ekki vatni yfir Páli og átti við hann ítarlegt viðtal. Illugi Jökulsson tók undir og leyndi ekki gleði sinni.
Í lok nóvember efndi Reykjavíkurakademían til málþings um kenningar Páls. Fræðileg slátrun er milt orðalag yfir meðferðina sem Páll fékk hjá raunvísindamönnum og hugvísindamönnum.
Síðan eru aðildarsinnar fámálir um landnámið.
Tímamót í íslenskri fornleifafræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig kemur landnám Íslands aðildarumsókn að Evrópusambandinu við? Og hvaða máli skiptir það fyrir þá sem eru með því eða á móti?
Historiker, 26.1.2010 kl. 23:06
Er þetta nú rétt hjá þér, Vilhjálmur?
Ýmsar vísbendingar hafa leitt í ljós að landnámið átti sér stað töluvert fyrr en 874. Að mestu er um að ræða norrænar fornleifar sem eru undir tilteknum öskulögum, sem tímasettar hafa verið með nokkurri nákvæmni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 02:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.