Uppskrúfuð dramatík

Allir sem fylgjast með fréttum vita í grófum dráttum hvað gerðist í útrásinni og hruninu. Hröð einkavæðing, áhættusækni, lygi og lausung, glæpsamlegt ábyrgðarleysi og lítilmennska  eru helstu þættir málsins. Inn í þetta má fleygja töluverðum fjölda einstaklinga úr fjármálastofnunum, fyrirtækjum, stjórnmálum og opinberum stofnunum.

Rannsóknaskýrsla alþingis mun varpa ljósi á einstök atriði og gera skóna að sértækum afbrotum einhverra.

Nefndin hefur í tvígang frestað útgáfu skýrslunnar. Eflaust með góðum rökum.

Við bæði tilefnin hafa nefndarmenn látið orð falla sem skrúfa upp dramatíkina í kringum málið. Páli Hreinssyni mæltist á þá leið þegar útgáfu var frestað í fyrra sinn að engin nefnd hafi orðið að flytja þjóðinni viðlíka slæm tíðindi og þess. Í dag bætir Tryggvi Gunnarsson um betur og segist hafa verið gráti næst við skýrsluvinnuna.

Strákar, þið eruð að fjalla um hrunverja og spillingu - ekki launmorð eða barnamisþyrmingar.

 


mbl.is Skýrslan frestast enn lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já og eflaust svíður þeim umfang hrunsins og þýlyndi, þjónkun, andvaraleysi, aðgerðaleysi, dómgreindarleysi, blekkingarleik ofl. sjórnmálastéttarinnar og embættismannakerfisins auk græðgi útrásardjöfla.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2010 kl. 15:36

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Páll; þetta er ekki rétt hjá þér, það flokkast undir barnamisþyrmingar að gera eignaupptöku hjá foreldrum og fjölskyldum landins, sem síðan sofa ekki á nóttinni og upplifa kvíða á háu stigi.

Það er ótrúlegt hvað þú er hlyntur spillingunni og hefur litla næmni fyrir því hvar byrgðar hörmunganna lenda. ForsætisÓráðherra er með 6,5 sinnum lágmarkslaun og kallar sig jafnaðarmanneskju, hræsni !

Axel Pétur Axelsson, 25.1.2010 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband