Mánudagur, 25. janúar 2010
Etið úr lófa stjórnvalda
Útrásaráratuginn réðu auðmenn ríkjum á Íslandi. Völdin voru áfram formlega hjá stjórnvöldum, ríkisstofnunum og alþingi en í reynd hjá auðmönnum sem jafnframt náðu að beygja dómsstóla til hlýðni. Auðræðið hvarf að mestu með hruninu og stjórnvöld fylltu í tómarúmið.
Veruleg hætta er á að ríkisvaldið gæti ekki hófs og geri sig meira gildandi í þjóðfélaginu en nauðsyn býður. Stjórnlyndir flokkar sitja stjórnarráðið þessi misserin og það eru tilburðir til að sölsa til sín völd og áhrif umfram það sem ríkið fékk í fangið við hrunið.
Fyrningarleiðin í kvótakerfinu er bein atlaga að rekstri sem ekki er á forræði ríkisins. Það getur ekki verið markmið heilbrigðrar stjórnsýslu að sem flestir þegnarnir séu bónbjargarmenn og komnir upp á náð og miskunn ríkisvaldsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.