Mánudagur, 25. janúar 2010
Nei skapar samningsstöðu
Þegar þjóðin segir nei þann 6. mars í þjóðaratkvæði um Icesave-frumvarpið verður samningsstaða okkar til muna betri. Ríkisstjórnin sem ábyrgð ber á samningnum fær lausn og ný ríkisstjórn sest að samningaborði.
Þjóðin hefur þá afstöðu að betra sé að taka á sig tímabundna erfiðleika með því að hafna Icesave-frumvarpinu fremur en að taka áhættuna af því að skuldbindingarnar ríði efnahag okkar á slig.
Jóhönnustjórnin með Steingrím J. í broddi fylkingar reynir að véla stjórnarandstöðuna til að skrifa upp á loforð um skuldaviðurkenningu til handa Bretum og Hollendingum. Vitlausasta af öllu vitlausu er að gefa loforð í upphafi samninga.
Þjóðin hafnar Icesave-klúðrinu og stjórnin sem gerði samninginn að fara frá. Punktur.
Athugasemdir
Einn af þeim sem kom að Icesave- samningnsklúðrinu fékk rýmri tíma en aðrir í Silfri Egils í dag.
Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2010 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.