Jóhönnustjórnin með útrás á klúðri

Jóhönnustjórnin ætlar að setja heimsmet í klúðri áður en hún hrökklast frá völdum. Í stað þess að horfast í augu við að stjórnin er í reynd fallin er hafinn útrás á klúðrinu. Með því að blanda öðrum þjóðum í stjórnarkreppu á Íslandi er verið að þyrla upp moldviðri til að blekkja íslenskan almenning.

Jóhönnustjórnin ber ábyrgð á Icesave samningnum og hún verður að fara frá áður en samningar verða teknir upp. 

Þjóðin mun segja nei 6. mars. Það veit stjórnin og örvæntingarfullar aðgerðir breyta engu þar um. Ríkisstjórnin situr upp á náð og miskunn Breta og Hollendinga. Fer vel á því þar sem Jóhönnustjórnin er bandingi þessara þjóða.


mbl.is Þrjú lönd koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Páll: Já blekkja íslenskan almenning og niðurlægja.

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2010 kl. 23:56

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gott er að vera vitur. Betra þó að þekkja sín takmörk. Enn ein þvælufærslan. Hvað hefur þessi stjórn eiginlega gert þér? Áttu betri valkosti? Viltu kannski Bjarna Milestone Vafning og Fjósaflokkinn í stólana?

Björn Birgisson, 25.1.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband