Samkeppniseftirlit er ofan á brauð

Alla útrásina var Samkeppniseftirlitið í felum líkt og Fjármálaeftirlitið og fleiri aðilar í stjórnsýslunni. Samkeppniseftirlitið var svo meðvirkt auðræðinu að rassvasafyrirtæki Finns Ingólfssonar á sviði bifreiðaskoðunar ætlaði að sameinast hinu fyrirtækinu í bransanum og yrði þá aðeins eitt fyrirtæki í landinu sem veitti skylduskoðun á ökutæki.

Gaurarnir sem  véluðu um gerðu ráð fyrir samþykki Samkeppniseftirlitsins vegna þess að rökin fyrir henni voru þau að nýtt einokunarfyrirtæki ætlaði í útrás. Næst mesta dellan sem komst áleiðis og sýndi hvaða álit auðmenn höfðu á Samkeppniseftirlitinu var þegar Björgólfur eldri og Jón Ásgeir Baugsstjóri ætluðu að sameina Morgunblaðið og Fréttablaðið/Stöð 2.

Af frétt Eyjunnar að dæma er Samkeppniseftirlitið að vakna úr dái og rétt að óska stofnuninni til hamingju með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkeppnisetftirlit hefur aldrei virkað á Íslandi.

Fólk er fífl sögðu þeir og gáfu fyrirskipun um að staðfesta og eyða.

 Hef enga ástæðu til að trúa því að það virki á "Nýja Íslandi".

Það líkist einna helst hinu gamla.

Hitt er rétt sem þeir sögðu glæpamennirnir.

Íslendingar eru upp til hópa fífl.

Láta bjóða sér allt.

Kyssa vöndinn þegar færi gefst.

Karl (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 22:05

2 identicon

Þess ber að geta að Páll Gunnar Pálsson forstöðumaður og sjálfskipaður í þokkabót til Samkeppnisstofnunar,er einn spilltasti embættismaður sem er starfandi.Páll Gunnar var forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins þegar bankarnir voru einkavæddir og þar er fnykur frá honum og Valgerði Sverrisdóttur samflokkssystur hans.Það er með ólíkindum hvað þessi Páll Gunnar Pálsson hefir sloppið í rannsóknum sem framkvæmdar eru um þessi misseri,og lítið sem ekkert er talað um hans aðkomu og vinnubrögðum hjá Fjármálaeftirlitinu.

Númi (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 00:03

3 identicon

Sæll.

Alþingi þarf að taka lögin sem um þessa stofnun gilda og hennar mál til gagngerrar endurskoðunar. Til þess skortir hins vegar þingmenn dug því kjósendur þrýsta ekki nægjanlega á um þetta mál. Það er til lítils að bölva Samkeppnisstofnun á meðan samkeppnislögin eru vitavonlaus. Stofnunin var vængstýfð í þegar hún lagði til atlögu við Olíufélögin.

Þingmenn, farið að vinna fyrir kjósendur!!! Ef hér væru almennileg lög um samkeppni væri fyrir löngu búið að setja Haga í söluferli og selja það fyrirtæki í bútum til mismunandi aðila. Þá væri líka ekki bara 2 blokkir sem réðu á smásölumarkaði lyfja. Þá þyrftum við heldur ekkert að hafa áhyggjur af því hvað snillingarnir í Arionbanka ætla sér að gera. Þeir eru sjálfsagt að vonast eftir því að fólk gleymi því að málefni Haga eru hjá bankanum. Hvers vegna leyfir Landsbankinn fjölmiðlaveldi Baugs að tóra?

Jon (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband