Miðvikudagur, 20. janúar 2010
Arion verður jarðaður fái Baugsfeðgar Haga
Þjóðin vill uppgjör við auðmennina sem keyrðu efnahagslífið fram af bjargbrúninni og bæði lugu og stálu í leiðinni. Útrásarauðmenn eiga ekkert hlutverk í endurreistu Íslandi. Bankar í eigu/umsjá ríkisins verða að skilja að um grundvallarmál er ekki hægt að semja.
Samkvæmt fréttum fá feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson frest ofná frest til að eignast Haga sem er afgangur Baugsveldisins. Hagar eiga ekki fyrir skuldum vegna fábjánarekstrar undanfarin ár en feðgarnir halda fyrirtækinu og skuldir afskrifaðar. Það er álíka og Björgólfsfeðgar fengju Landsbankann aftur í sinn hlut til að taka annan snúning.
Arion banki er með tangarhald á Högum. Bankinn á vitanlega að gera það eina rétta sem er að selja Haga í bútum í opnu söluferli.
Athugasemdir
Þetta er ein stór tragikómedía. Niðurlag í frétt af Vísi.is um málið, segir allt um skítlegt eðli og vinnubrögð Baugsmanna er:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:13
Sæll Páll, er þetta orðin þráhyggja hjá þér þetta hatur á Baug eða hatarðu Baug af því að Davíð hatar Baug..??.
Skil ekki þetta hatur þitt á þeim feðgum...hvað hafa þeir gert þér..?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 22:46
Ég mundi segja að þú værir, Páll, enn við sama heygarðshornið, ef ég bara vissi hvað heygarðshorn væri og hvað það hefði með nokkurn skapaðan hlut að gera.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 23:05
Þessi Kakkalakka banki á Íslandi er greinilega í hroðalega erfiðri stöðu. Hann þarf að lágmarka tapið. Ef hann semur við Jóa og soninn, verður allt vitlaust á Íslandi, en þá á hann einhverja stjarnfræðilega litla von um endurgreiðslur á næstu 500 árum. Eða 5000. Ef hann ákveður að selja allt draslið í pörtum verður tapið gífurlegt. Strax. Hvernig var þetta sagt heima í gamla daga? Hrökkva eða stökkva var það ekki? Kakkalakkastjórnin hefur þessar tvær leiðir. Báðar fáránlega vitlausar og erfiðar. Hvort er betra að verða hengdur eða skotinn? Ég segi að best sé að halda feðgunum frá. Þeir eru búnir að fá sitt tækifæri. Sérstaklega sonurinn. Að halda honum gangandi í viðskiptalífinu á Íslandi er jafn gáfulegt og ef þjóðverjar allir sem einn legðust á bæn um að Hitler rísi upp frá dauðum til að endurreisa þriðja ríkið. Það er fallið. Líka ríki feðganna.
Alltaf gaman að sjá fréttir að heiman, þótt þær mættu vera skemmtilegri. Ég fór út 1968 og var alltaf á leiðinni heim. Nú er netið mín leið heim. Vissi ekki fyrr en nýlega að orðin mín gætu líka birst á netinu heima.
Bestu kveðjur, Ari Ásmundsson
Ari Canberra (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 23:25
Þekki ekki þennan nafna minn hér að ofan. Vildi bara segja þetta: ÞETTA VERÐUR MÖGNUÐ JARÐARFÖR. Auðvitað mun Arion (!!!!!) fyrirgefa syndir feðganna. (Allir aðrir mega vara sig). Til þess er ríkisbankin Arion. Svo þeir geti haldið áfram að þjósnast á þjóðinni. Arion-liðið er skíthrætt við feðgana. En hvað geta þeir án peninga? Peningar er þeirra persónuleiki. Þeir hafa enga aðra eiginleika eða kosti, er það? Hvað gerist þegar persónuleikalaust lið hefur ekki peninga til að stjórna með?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 00:35
"Til þess er ríkisbankin Arion" - Er bankinn enn í eigu ríkisins? Hvaða 2 bankar voru það sem kröfuhafar yfirtóku, erlendir og innlendir?
Eygló, 21.1.2010 kl. 01:41
Sæll Páll.
Þetta er rétt hjá þér, það má ekki leyfa þeim að eignast Haga aftur. Ef við gerum það erum við þá ekki að brjóta jafnræðisregluna, verða Bjöggarnir þá ekki ósáttir við mismunun og vilja fá gamla bankann sinn aftur?
Hver segir að það verði gífurlegt tap ef Arionbanki selur Haga í bútum? Mörgum hefur nú blætt vegna Haga. Vandinn er að nú vantar reglur um samkeppni og eignarhald. Hvað eru Gylfi, Steingrímur og Jóhanna að gera? Stjórnvöld þurfa að setja bankanum stólinn fyrir dyrnar með lögum. Samkeppnismál eru hérlendis í miklu ólestri.
Af hverju má ekki athuga hvað sennilegt sé að fáist ef menn byrja á því að selja t.d. 10-11 úr úr Högum. Það verður að gæta þess að selja það fyrirtæki til aðila sem tengjast ekki útrásarpeyjunum. Hvar er viðskipta- og bankamálaráðherra núna? Er hann svo upptekinn við að gera lítið úr Icesave að hann getur ekki sinnt sínum málaflokki? Banki á ekki að hafa það á sinni könnu hvernig samkeppnismál þróast á næstu árum, það er löggjafans. Hvað eru þingmenn að hugsa? Stjórnarandstaðan á að ýta á þetta mál á samkeppnisforsendum.
Jon (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 12:43
Nei, ríkisbanki getur ekki samið við þessa menn, það má ekki gerast. Og ég tek undir með seinni Helga Jónssyni (00:35): ÞETTA VERÐUR MÖGNUÐ JARÐARFÖR.
Elle_, 21.1.2010 kl. 20:47
Ég hef sjálfur hætt viðskiptum við Bónus, en furða mig samt á að þar virðist alltaf vera fullt út úr dyrum.
Ef feðgarnir fá Haga aftur þá flyt ég mig frá Arion, en vesenið felst auðvitað í því hvert í ósköpunum maður ætti að fara með þau viðskipti .
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.