101 gegn landsbyggðinni

Ríkisstjórnin flytur kreppuna á landsbyggðina þegar hún efnir til ófriðar við sjómenn og útgerðir. Hrunið var hannað og hrint í framkvæmd í póstnúmeri 101 og kreppan í kjölfarið réttkennd við Reykjavík.

Með innköllun kvóta og afnáms sjómannaafsláttar er Kvosin að krefjast fórna á landsbyggðinni. Það er hvorki sanngjarnt né góð pólitík.

Flekaskil landsbyggðar og höfuðborgar er þekkt sprungusvæði í íslenskri pólitík. Kraftar sem þarna losna úr læðingi geta auðveldlega kollsteypt stjórnmálakerfinu.

Það eru spennandi tímar framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einkum og sér í lagi fyrir suma, það segir ÞGK.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.1.2010 kl. 20:13

2 identicon

Þetta mun vera rétt hjá þér.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband