Tímabært að selja ríkisflugfélagið

Icelandair á að selja í opnu útboði og færi það til útlendinga enda engir peningar til hérlendis í rekstur af þessu tagi. Margir í útlöndum kunna að reka flugfélög og það er eðli sínu alþjóðlegur rekstur.

Viðbótarhagur yrði af því að Icelandair er hlussa í innlendri ferðaþjónustu og kemur í veg fyrir eðlilega framþróun smárra og meðalstórra fyrirtækja. Við söluna væri hægt að brjóta upp einingarnar.

Ekki er eftir neinu að bíða, það á að selja Icelandair.


mbl.is Flugmenn undirbúa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða "smáu og meðalstóru" fyrirtæki áttu við ??

Arnar R. Árnason (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 17:41

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég var að reyna að orða þá hugsun að Icelandair eru of stórir á innanlansmarkaði. Ef félagið yrði brotið upp myndu skapast færi fyrir önnur fyrirtæki, í rekstri eða óstofnuð, til að sinna ferðaþjónustu.

Páll Vilhjálmsson, 19.1.2010 kl. 17:47

3 identicon

Áttu þá við Flugfélag Íslands...???  Eða ertu að tala um flugfélagið Icelandair??  Eða ferðaskrifstofuna sem að þeir eru sífellt að leggja af og stofna aftur ???  Eða Bílaleiguna ??

Það væri t.d ekki vont fyrir Flugfélag Íslands að hverfa út úr þessu dæmi. það myndi auka sóknarfæri þess félags, sem að fyrir hefur skapað mestan gróða þessarar samsteypu!  Hvað varðar bílaleiguna þeirra, þá er hún ekki sú eina hér á landi og ekki eru/voru þeir með einu ferðaskrifstofuna. 

Arnar R. Árnason (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 18:00

4 Smámynd: Huckabee

Ekki sammála að tímabært sé selja þennan rekstur né annan eins og staðan er á mörkuðum. Tekjur félagsins eru að mestu  í erlendri mynnt og flugmannastéttin sem og aðrir launþegar  sem fá greitt í krónum hafa orðið fyrir tekjuskerðingu og varðar það alla í samfélaginu og áframhaldandi byggð

Hlussu fyrirtæki  af öllum toga eru óþolandi .Icelandair  gegna ákveðinni grunnþjónustu  við landið og gerir það byggilegra fyrir vikið

Fáir kvarta undan því að bifreiðaskoðun  á landinu er núna á einni hendi og verð á þjónustunni  snarhækkað

Huckabee, 19.1.2010 kl. 18:25

5 identicon

Athyglisverð pæling.  Auðvitað eru þeir búnir að troða á minni samkeppnisaðilum innanlands hvað td. gistingu og bílaleigu varðar.  Það hefur ekki komið fram í betri verðum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 21:39

6 identicon

Engir peningar hér til reksturs af þessu tagi? Hvaðan hefur þú þær upplýsingar? Er Icelandair rekið af Íslandi? Hversu stór fjöldi farþega Icelandair eru Íslendingar? Er ekki akkúrat hlutfall útlendinga um borð vélanna um þessar mundir kringum 80%? Viltu ekki gjaldeyrinn frá þeim til landsins? Viltu að hann sé í höndum útlendinga? Rekstur Icelandair gengur víst ágætlega þó félagi skuldi mikið líkt og flest önnur félög á Íslandi. Þetta er meira og minna allt "Ríkisrekið" ef þú vilt orðað það svo, eða hvað? Ert þú ríkisrekinn? Bankarnir eiga heilu fyrirtækin út um allan bæ. Eigum við ekki að selja öll gömlu rótgrónu fyrirtækin sem skulda mikið úr landi? Seljum bara allt. Og því segir þú Ríkisflugfélag? Hefur þú heimildir fyrir því að það sé rekið af Ríkinu? Kemur ríkið nálægt rekstrinum á degi hverjum? Fær félagi sporslur úr Ríkiskassanum? Hefurðu kynnt þér allar hliðar málsins? Ég held ekki. Hvað viltu gera við þessi þúsundir manna sem vinna hjá félaginu. Senda þá til útlanda? Flott stefna.. Já, mikið af spurningum sem ég set fram. Finnst nefnilega að þú þurfir að koma með aðeins sterkari rök en þau sem þú gerir hér til að standa undir stóru orðunum þínum. Sérstaklega á tímum sem þessum.

Halldór (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 23:25

7 identicon

Nú er ég þér ekki sammála frændi, það þarf að vera til stórt íslenskt flugfélag, helst einkarekið þó svo ríkið geti átt lítili hlut í því, t.d eins og málum er háttað hjá Finnair.

Það er nú ekki alslæmt að hafa þessa "hlussu" , litlu og meðal stóru fyrirtækin myndu aldrei hafa nóg bolmagn til að fara í samkonar markaðsetningu erlendis eins og Icelandair hefur gert og allar hafa notið góðs af

ég efast líka nú um að hann nafni þinn Þorsteinsson sé þér sammála núna

Reynir Freyr (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 01:35

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Páll,

Ég er ósammála þessu, þar sem ég tel að samstundis myndi "frelsi" Íslendinga til ferðalaga erlendis samstundis skreppa saman niður í tvö Eimskip í viku, og tvær ferðir í viku, eina til Evrópu hina til Ameríku.  Erlendum ferðamönnum til Íslands, myndi snarfækka, með tilheyrandi jaðaráhrifum.

Rjómafleytaflugfélög myndu líklega fleyta besta rjómann (sumarið), forsetinn þyrfti að sæta lagi og fara á puttanum til útlanda, hvað þá hinn víðförla ríkisstjórn og embættismannaslekti.

Þetta sem þú lýsir er auðvitað svipað dæmi og þegar Íslandspóstur í eigu ríkisins fór í jaðarstarfsemi og beina samkeppni við ritfangaverslanir ofl.

Það er þessi þversögn sem felst í frelsinu.  Allt frjáls, bara sumt eða ekkert sem er ekki einfaldur hlutur.

Flugsamgöngur milli Íslands og heimsálfanna tveggja er undirstaða, sem er þjóðfélagsleg og fullveldisleg nauðsyn, sem engir "frjálsir kapitalistar" vilja leggja alúð við, nema þegar rjóminn er þeyttur.    Þess vegna á Icelandair að fá forgjöf fyrir að halda uppi þessari bráðnauðsynlegu þjóðfélagslegu þjónustu.

Kveðja frá Kanada, sem getur ekki einu sinni rekið 'Air Canada' án verulegrar aðstoðar frá ríkinu, af sömu ástæðum og lýst var hér að ofan, auk þess sem landið er svo stórt að hámarkshagvæmni skv. fræðunum, myndi undanskilja flestar borgir norðar en 100 km frá landamærum USA.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.1.2010 kl. 05:48

9 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

.... og bæti við, markaður Icelandair er að flytja fólk frá Ameríku til Evrópu í reglulegi áætlunarflugi  fyrst og fremst, svo njótum við Íslendingar góðs að því.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.1.2010 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband