Þögnin í byrgi Jóhönnu

Hávært glamur búsáhalda felldi ríkisstjórn Geirs H. Haarde en það verður stíffrosin þögn Breta og Hollendinga sem kaffærir Jóhönnustjórnina. Össur, Jóhanna og Steingrímur J. auglýsa afstöðu viðsemjenda okkar í Icesave-málinu með því að boða fulltrúa stjórnarandstöðunnar á sinn fund til að njóta þagnarinnar.

Þegar stjórnmálaelíta landsins hittist til að þegja saman er það líklega vísbending um að stjórnmálin eigi ekki erindi við þjóðina.

Hér fær Jóhanna heilræði sem strákarnir í kringum hana hafa ekki döngun í sér að veita: Keyrðu út á Bessastaði á morgun og afhentu húsráðanda afsagnarbréf.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að fullkomna sjálfsniðurlægingu Steingríms og Jóhönnu, ættu stjórnarandstöðuþingmennirnir að leggja til að næsti fundur verði haldinn í neðanjarðarbyrgi stjórnarráðsins, sjálfu Bankastræti 0.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Ursus

Mér finnst að Páll eigi að fá listamannalaun. Ef bullið hans Þráins Bertelssonar verðskuldar þjóðarlaun, verðskuldar bullið hans Páls þau ekki síður. Svo hittast kempurnar bara á núllinu og fara í pissukeppni.

Ursus, 18.1.2010 kl. 23:32

3 identicon

Nú hafa Norsku, Nei við EU aðild, samtökin gert kröfu til Norskra stjónvalda, að þau komi Íslandi strax til hjálpar í efnahagsþrengingum Íslendinga. Þetta segir manni það sem manni grunaði, að EU krataliðið, ætlar að nota auðtrúa Íslenska kratapólitíkusa til þess eins að hreppa Noreg inní EU, þessvegna hefur þetta leynimakk verið utanum icesave málið, EU krataliðið ráðleggur að Ísland sæki um aðild strax, og fái flýtimeðferð og hvaðeina, síðan skuli Ísland samþykkja icesave  samninginn, EU muni svo greiða þetta. Íslensku kratarnir halda svo að þeir fái stöður við borð EU.  Ég er jafnviss og Norsku Nei samtökin, að þarna er verið að blekkja kratastjórnina á Íslandi, láta þá taka á sig skuldina, skrá þá inní EU,en draga svo lappirnar. En neyða Norðmenn inn, það er ávinningur fyrir EU, sem þeir hafa lengi seilst í, nú er tækifærið, Íslandsklúðrið á að nota sem beituna á færið.

Robert (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 00:56

4 identicon

Attac á Íslandi hittir fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló.

Þann 4. febrúar n.k. munu þrír fulltrúar frá Attac-samtökunum á Íslandi, þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Bjarni Guðbjörnsson sagnfræðingur og Gunnar Skúli Ármannsson læknir hitta fulltrúa norsku ríkisstjórnarinnar á opnum fundi í Ósló.

Jafnframt munu sitja fundinn fulltrúar norsku Attac-samtakanna, en þau hafa skipulagt fundinn ásamt með íslensku deildinni. Yfirskrift fundarins er „Á AGS að fara frá Íslandi?“

Attac-samtökin á Noregi og Íslandi eru að undirbúa sameiginlegar tillögur um hvernig hægt sé að standa að því að endurreisa efnahag Íslands án aðkomu AGS. Mikill hljómgrunnur er fyrir því í Noregi að aðstoða Ísland þannig að Íslendingar geti hafnað afarkostum AGS, Breta, Hollendinga og ESB varðandi Icesave-málið, og án þess að Ísland þurfi að fara að þvingandi skilyrðum AGS fyrir aðstoð.

Fundurinn er ætlaður til að ræða möguleika á því og til að kynna tillögur Attac-samtakanna um endurreisn Íslands án aðkomu AGS.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 01:43

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Minn timi mun koma" er sennilega einhver best thekkta setning i islenskum stjornmalum, hin sidari ar. Thad er alltaf gott thegar folk hefur obilandi tru a sjalfu ser og ekkert nema gott eitt um thad ad segja. Thad er hins vegar ekki sidur mikilvaegt ad folk atti sig a thvi hvenaer theirra timi er lidinn og thar virdist eithvad vanta uppa hja Johonnu blessadri, nema natturulega ad hun atti sig a thvi ad nu er hennar timi svo sannarlega kominn, til ad fara.

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2010 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband