Mánudagur, 18. janúar 2010
Smáreddingar til margra
Fólk trúði að breiðvirk og róttæk lausn yrði fundin á vanda þeirra heimila sem urðu fyrir skakkaföllum í hruninu. Breiðvirknin gekk eftir, frysting lána eins og hver vildi og þeim sem ekki vildu lánaleiðréttingu þurftu beinlínis að bera sig eftir því að fá að vera í friði.
Breiðvirk lausn getur hins vegar ekki verið róttæk. Engin samstaða var í samfélaginu að slá af 20 prósent höfuðstóls lána. Raunar var vafamál hvort það dygði nema fyrir hluta af þeim fimmtungi heimila sem getur ekki staðið í skilum.
Smáreddingar til margra þýðir að skuldsettustu heimilin fara í gjaldþrot. Stjórnmálamenn vita það en vilja skiljanlega ekki segja það upphátt.
Sendi 850 nauðungarsölubeiðnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru alltaf einhverjir sem fara í gjaldþrot - jafnvel þegar góðærið er mest voru einhverjisr sem eyddu um efni fram og fóru í gjaldþrot.
Það er einfaldlega ekki raunhæft að ætlast til þess að það sé hægt að redda **öllum**.
Púkinn, 18.1.2010 kl. 17:08
Mér sýnist margir ætla að fara í gjaldþrot. Spurning hve margir verða fjárhagsleg úrhrök eftir hrunið - þetta er unga fólkið sem var að kaupa á versta tíma og kynslóðin fyrir ofan sem stóð í stórræðum, í stofnun fyrirtækja o.fl. (þá er ég ekki að tala um pappírsfyrirtæki að hætti útrásarvíkinga). Ja, svo hverfur byggingabransinn eins og hann leggur sig. Þetta er sorglegt.
eva sól (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 17:56
+Að fresta því óumflýjanalega getur haft verri afleiðingar en leyfa skellnum að koma. Vandamálið vex og vex ogeinhvernvegiinn virðast menn ekki skilja að plágan er ólæknandi nema með lækkun skulda.
Skuldafen sem gerir ekkert annað en að vinda upp á sig er óstöðvandi. Tvö úriði koma til greina gjaldþrot eða niðurfelling. Ég hef trú á að síðari lausnin skaði minna en fyrri lausnin. Engar millilendingar dugaþær bara slá vandanum á frest og stækka vandaámálið.
Ég held að allir viti það vel að við værum betur stödd í dag ef bankarnir hefðu orðið gjaldþrota 2006 en 2008.
Offari, 18.1.2010 kl. 18:25
Fyrir stóran þorra almennings er mikið hagkvæmara að fara í þrot en að þiggja þessa brauðmylsnu af borði bankamanna og ríkisvalds. Fari maður í þrot, þá veit maður nákvæmlega hvar maður stendur. Málið er bara að gera það nógu snemma (eins og Björgólfur er að gera) til að geta byrjað sem fyrst upp á nýtt. 4 ár á Íslandi, 1 ár í Bretlandi, annarsstaðar?
Það er tíminn sem að það tekur að komast á núllpunkt sem skiptir máli.
Í mínum huga er það fyrst og fremst siðferðisleg spurning sem almenningur þarf að spyrja sig þegar hann veltir þessum tveimur ókostum fyrir sér. Það er alveg borðliggjandi hvort tilfellið er betra fyrir framtíðar hagsæld ungra Íslendinga sem eru nýbúnir að koma sér upp þaki yfir höfuðið.
Kristinn (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 18:28
Þetta er rétt hjá Offari - það er gáfulegra að láta allt bara fara. Heiðarlegasta fólkið spyrnir við fótum og eyðir séreignasparnaðinum (sem er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot) til að þrauka lengur en þessi leið er synd og skömm ráðamanna. Eftir hálft ár er þetta fólk aftur komið í sömu stöðu vegna þess að kaupmáttur rýrnar og lánin hækka meðan launin lækka ef fólk er svo heppið að halda vinnu. Sparnaðurinn fór því fyrir lítið.
Eva Sól (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 20:37
Kristinn, gjaldþrot er ævilangt á Íslandi.
Axel Pétur Axelsson, 19.1.2010 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.