Mánudagur, 18. janúar 2010
Ríkisstjórnin er rauða dulan
Í deilu Íslendinga annars vegar og hins vegar Breta og Hollendinga er deilt um hvort og hvernig almenningur ábyrgist fjármálagjörninga einkabanka. Í síkum deilum í meginatriðum tvær aðferðir til úrlausnar, fyrir dómstólum og með stjórnmálum.
Bretar og Hollendingar vildu ekki dómstólaleiðina af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi þótti hún seinvirk, einkum sé haft í huga að fjármálakerfi álfunnar riðaði til falls haustið 2008 og ekki mátti vafi leika á að innistæður væru tryggðar. Í öðru er verulegum vafa undirorpið að ríkissjóðir eigi að taka yfir innistæðutrygginasjóði verði þeir gjaldþrota. Evrópska regluverkið gerði ekki ráð fyrir kerfishruni eins og varð hér og úrræði því ekki fyrir hendi.
Skjótvirk stjórnmálaafgreiðsla hefði verið farsælasti kostur fyrir báða deiluaðila. En vegna hrikalegra afglapa íslensku samninganefndarinnar tókst ekki betur til en svo að Bretum og Hollendingum var talin trú um að þeir gætu fengið betri samninga en raunsætt og sanngjarnt er að þeir fái.
Meginábyrgð á Icesave-samningnum er hjá ríkisstjórninni. Á meðan hún situr telja hagsmunaaðilar í alþjóðlegum bankaheimi að stjórnin eigi að standa skil á samningnum sem hún skrifaði undir.
Ekkert gerist í Icesave-deilunni fyrr en ríkisstjórnin fer frá.
Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er hárrétt hjá þér Páll, það gerist ekkert í Icesave-deilunni fyrr en núverandi ríkisstjórn fer frá völdum. Stjórnarherrarnir og -frúr, hafa klúðrað málefnum þjóðarinnar svo gersamlega að þeim er ekki treystandi til að ljúka þessu máli svo vel fari.
Hvernig þessu máli er komið, er núverandi ríkisstjórn alfarið að kenna, þó ætla ég ekki að draga úr ábyrgð ríkisstjórnar Geirs Haarde sem var við völd við hrunið, ábyrgð þeirra er ekki síður mikil. En samningsklúðrið við Breta og Hollendinga er alfarið á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar.
Af þeim sökum, þegar við höfum fellt samningana í þjóðaratkvæðisgreiðslunni, verða aðrir að sjá um að ljúka málinu og það á þann veg að farsæld afkomenda okkar verði ekki stefnt í voða.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.1.2010 kl. 14:28
Núverandi og undirskrifaður nauðungar-samningur er alfarið núverandi stjórnar og hvað sem fyrri ríkisstjórnir kunna að hafa gert vitlaust. Og ég endurtek orð Tómasar að ekkert gerist í Icesave-deilunni fyrr en núverandi ríkisstjórn fer frá völdum. Málið er lamað með þá sömu ríkisstjórn við völd sem lofaði stórveldum að selja þjóð sína í ólöglega og ómanneskjulega ánauð fyrir ríkiskassa þeirra.
Elle_, 18.1.2010 kl. 15:49
Þetta er alfarið núverandi ríkisstjórn að kenna.
Þetta er bara Jóhönnu og Steingrími að kenna.
Geir og Davíð, Kjartan, Þorgerður og Árni Matt. eru algjörlega SAKLAUS !
Jón Ásgeir, Bjöggarnir, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már og allir hinir eru SAKLAUSIR !
Helvítis núverandi ríkisstjórn á þetta skuldlaust og það lagast ekkert hérna fyrr en þau fara og Hrunflokkarnir og útrásarvíkingarnir fá að vera óáreittir.
Trúið þið þessu virkilega sjálf, þið sem kommentið hérna ?
Anna Einarsdóttir, 18.1.2010 kl. 16:13
Anna, ef þetta er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna þá hverjum? Núverandi ríkisstjórn skipaði samninganefndina sem kom heim með þessa snilld. Fyrri ríkisstjórn samþykkti að borga þetta skv. Brusselviðmiðunum sem fólu í sér að við myndum borga í samræmi við getu. Ég held að flestir Íslendingar skilji að við þurfum að axla nokkrar birgðar vegna Icesave því FME svaf á verðinum. Fjármálaeftirlitið í Bretlandi og Seðlabanki Hollands sváfu líka á verðinum. Eigum við að borga fyrir þeirra mistök? Þess vegna eru lögin frá því haust sanngjörn, við berum ábyrgð ásamt Bretum og Hollendingum.
Stjórn sem semur eins og núverandi stjórn er ekki treystandi. Svo á hún nánast allt sitt undir að ekki fáist betri samningur því þá verður það ágæta fólk (enn og aftur) að ómerkingum orða sinna.
Ég skal ekkert segja um það hverjir eru saklausir og hverjir ekki, bíðum eftir skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Ég held líka að margir kjósendur viti ekki almennilega hvað þeir eigi að kjósa. Ég er hægra megin í stjórnmálum og var því mjög ósáttur þegar ég sá hvað Sjálfstæðimenn hafa þanið ríkið mikið út, um þriðjung frá 2003 til 2007. Við það er ég mjög ósáttur, álíka ósáttur og ég er við meðul núverandi ríkisstjórnar til að "koma okkur út úr kreppunni".
Svo er annað sem aldrei er nefnt hérlendis. Þurfum við öll þessi lán sem er verið að reyna að prakka inn á okkur? Svarið er nei!! Það er ekki eins slæmt og margir vilja láta að að krónan veikist. Hvers vegna heldur þú að síðasta sumar hafi verið það besta frá upphafi fyrir ferðaþjónustuna?
Svo má einnig nefna annað, hvernig stendur á því að ríkisstjórnin kemst upp með að segja að icesave sé forsenda endurreisnarstarfsins. Það hefst ekkert endurreisnarstarf með því að við tökum á okkur skuldir upp á hundruðir milljarða (Jón Dan. talaði um ca. 500 milljarða ef ég man rétt), skuldir sem eru ekki okkar. Endurreisnarstarf hefst ekki með því að drekkja þjóðinni í skuldum, slíkt er annað hvort hrein lygi eða sjálfsblekking. Ég veit ekki alveg hvort er verra!!
Jon (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 17:42
Það eru 2 flokkar í stjórn, sem hafa alfarið séð um Icesave málið. Vinstri grænir og Samfylkingin. Það er ekki minnsti vafi á að hverjir bera alfarið ábyrgð á samningshroðanum eins og hann er í dag. Þessir 2 flokkar. Auðvita reyna þeir og aftaníossar á flóttanum undan sjálfum sér og sínum glæpsamlegu vanrækslu á þjóðarhagi með að tryggja einungis hagsmuni Breta og Hollendinga af einhverjum óskiljanlegum ástæðum.
Þegar Steingrímur kynnti glæsilegu samningsniðurstöðuna á sínum tíma, var það honum, Svavari, samninganefndinni og ríkisstjórninni einum að þakka. Einfeldnings stoltið yfir snilld sinni og samninganefndarinnar var alger og mátti ekkert skyggja á. Svavar sagði í viðtali að fyrri samningaviðræður hefðu ekkert haft að segja um þann glæsilega og ekki heft nein áhrif. Ingibjörg Sólrún hefur fullyrt ásamt fleiri aðstandendum hrunsstjórnarinnar að allar viðræður hafi verið NÚLLSTILLTAR með Brusselviðmiðunum. Það er ekki fyrr en Steingrímur & Có, voru búnir að gera á sig upp yfir haus, að glæsilegi samningurinn var á ábyrgð annarra. Svona haga sér ekki nema gungur og druslur sem óhætt er að segja við "éttann sjálfur".
Ef menn vilja leita að sökudólgum aftur í tíman á ástæðu hrunsins, þá eiga vinstri flokkarnir skuldlaust afar stóran þátt í því, og ma. Steingrímur og Jóhanna á núverandi fiskveiðilöggjöf og kvótakerfinu, sem og upptöku EES kerfisins, sem allir vita að bankakerfið og ónýtar reglugerðir þeirra var Icesave keyrt eftir. Hverju veldur þegar vinstri menn vilja kenna einhverjum um úr hrunsstjórninni, að þeir "gleyma" alltaf að Samfylkingin var í helmingshluta allra klúðranna þá, eins og hún er nú í Icesave hroðanum? Hvers vegna leggur tæra vinstri stjórnin ekki neina áherslu á að sýna fram á og sanna eð Landsbankamenn hafi brotið einhver lög, ef að refsingin á að vera sú mesta sem nokkur þjóð mun hafa verið dæmd til? Mun meiri hlutfallslega á hvern landsmann en þjóðverjar voru dæmdir eftir fyrri heimstyrjöldina? Getur verið að það er vegna þess að enginn glæpur var framinn?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 18:19
Við þurfum víst ekki allar þessar skuldir, Jon, það voru nokkrir sem skrifuðu um það fyrr í vetur. Og ég vil líka benda á orð nokkurra lærðra manna, erlendra og innlendra, þar á meðal Sigurðar Líndal, sem véfengja lagalega ábyrgð okkar fyrir Icesave. Og ef þú vilt linka, Jon, hef ég nokkra.
Alain Lipietz fullyrðir það og líka að eftirlit Icesave í Bretlandi og Hollandi hafi verið alfarið í höndum breskra og hollensra eftirlitsaðila og yfirvalda:
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item320286/
Elle_, 18.1.2010 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.