Virtu ekki rauða kallinn á eigin ábyrgð

Enskur sagnfræðingur var snúinn niður af lögreglumanni og handtekinn fyrir að virða ekki umferðarljós og ganga yfir götu í miðborg Atlanta í Bandaríkjunum. Sagnfræðingurinn Felipe Fernandez-Armesto skrifaði meðal annars bókina Hugmyndir sem breyttu heiminum kveðst ekki hafa haft hugmynd um að viðurlög væru við athæfinu.

Ástæðan fyrir því að Fernandez-Armesto var felldur í götuna er sú að hann áttaði sig ekki á að lögreglumaðurinn sem spurði hann um skilríki eftir brotið væri opinber starfsmaður og svaraði spurningunni með gagnspurningu. Lögreglumaðurinn taldi sagnfræðinginn veita viðnám, skellti honum umsvifalaust á götuna og fékk starfsfélaga sína í lið með sér að yfirbuga brotamanninn.

Sagnfræðingurinn fékk að dúsa í átta klukkustundir í varðhaldi en var ekki ákærður, samkvæmt frétt á BBC.

Engin viðurlög eru við því í Bretlandi að virða ekki rauða kallinn á umferðarljósum en margar borgir í Bandaríkjunum taka hart á slíku framferði.

Í Þýskalandi, aftur á móti, geta ökumenn verið sektaðir fyrir að hleypa ekki vegfarendum yfir götu, jafnvel þótt engum umferðarljósum sé til að dreifa.

Lærdómur: Gerum eins og við kennum börnunum að gera og göngum ekki gegn rauða kallinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru viðurlög gagnvart því á Íslandi að hleipa ekki vegfarendum yfir götu, þá gildir engu hvort það sé við gangbraut eða umferðarljós.

Pétur (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 00:28

2 identicon

Af hverju ekki að ganga yfir gegn rauðum kalli ef enginn bíll er í nánd? Mér þykja viðbrögð þessa lögreglumanns hafa verið alveg fáránleg.

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 09:28

3 identicon

Dæmigerð USA viðbrögð.  Það eru líka sektir í Noregi við hvoru tveggja.

Íris (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 15:09

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Kannski er lausnin einfaldlega að búa ekki í lögregluríki?

Svala Jónsdóttir, 13.1.2007 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband